lau 10.ágú 2024 22:30 Mynd: Getty Images |
|
Spáin fyrir enska - 13. sæti: „Var klárlega þeirra mikilvægasti maður"
Það styttist heldur betur í það að þjóðaríþrótt Íslendinga, enska úrvalsdeildin, fari aftur af stað. Það er núna tæp vika í fyrsta leik. Líkt og síðustu ár, þá kynnum við liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Við heyrum líka í stuðningsfólki liðanna og tökum púlsinn fyrir tímabilið sem er framundan.
Bournemouth er spáð 13. sæti deildarinnar eftir að hafa gert flotta hluti á síðustu leiktíð.
Bournemouth vakti undrun margra fótboltaáhugamanna fyrir síðustu leiktíð þegar það tók ákvörðun um að reka Gary O'Neil úr starfi. O'Neil hafði að margra mati verið stjóri tímabilsins eftir að hafa tekið við liðinu og stýrt því örugglega frá falli eftir erfið byrjun. En einhvern veginn þegar leið á síðasta tímabil, þá fór ákvörðunin að vera meira skiljanleg.
Andoni Iraola var ráðinn í stað O'Neil. Tíminn á Englandi byrjaði ekki vel hjá þeim spænska en svo fóru hlutirnir að tikka hjá honum. Það var óstöðugleiki, en þetta var spennandi. Iraola kemur úr Bielsa skólanum og er með afar sterka hugmyndafræði. Bournemouth spilaði skemmtilegan fótbolta og oft var hann árangursríkur.
Eigendur Bournemouth sjá mikla framtíð með Iraola og ef hann nær að búa til meiri stöðugleika í leik liðsins, þá gæti Bournemouth komist í efri hlutann. Félagið seldi sóknarmanninn Dominic Solanke til Tottenham fyrir metfé í dag og það þarf að kaupa inn fyrir þann pening. Gaman verður að sjá hvernig peningnum verður eytt en líklega þarf að kaupa inn nýjan sóknarmann sem getur komið með eitthvað að borðinu þar sem Solanke skilur mikið eftir sig.
Stjórinn: Andoni Iraola var ráðinn til Bournemouth fyrir síðasta tímabil og fögnuðu eigendur félagsins ráðningu hans mjög. Hann hafði gert flotta hluti með Rayo Vallecano og sýndi hann þar að hann er með áhugaverðar hugmyndir um fótbolta. Hugmyndir sem passa vel inn í framtíðarsýn Bournemouth. Liðið fór úr því að vera skyndisóknarlið í það að vera meira pressulið. Iraola skrifaði undir samning til 2026 eftir síðasta tímabil og mun eflaust reyna á þeim tíma að koma hugmyndum sínum enn frekar inn. Það tekur tíma.
Leikmannaglugginn: Það voru risastór tíðindi fyrr í dag þegar Dominic Solanke var seldur til Tottenham. Hann var stjarnan í liði Bournemouth og þeirra mikilvægasti leikmaður en félagið fékk metfé fyrir hann. Hvað gerist hjá félaginu á næstu vikum þegar þessi peningur er kominn í hús?
Komnir:
Luis Sinisterra frá Leeds - 20 milljónir punda
Enes Unal frá Getafe - 14 milljónir punda
Dean Huijsen frá Juventus - 12,8 milljónir punda
Alex Paulsen frá Wellington Phoenix - 2 milljónir punda
Daniel Jebbison frá Sheffield United - Á frjálsri sölu
Farnir:
Dominic Solanke til Tottenham - 65 milljónir punda
Kieffer Moore til Sheffield United - 2 milljónir punda
Alex Paulsen til Auckland FC - Á láni
Joe Rothwell til Leeds - Á láni
Jamal Lowe til Sheffield Wednesday - Á frjálsri sölu
Lloyd Kelly til Newcastle - Á frjálsri sölu
Darren Randolph - Samningur rann út
Ryan Fredericks - Samningur rann út
Lykilmenn:
Illia Zabarnyi - Þessi 21 árs gamli miðvörður kom til Bournemouth frá Dinamo Kiev í heimalandinu í janúar 2023. Hann er afar sterkur og spilaði 37 af 38 leikjum liðsins í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Hann hefur heillað með frammistöðu sinni frá því hann kom til Englands og hefur verið orðaður við stærri félög - þar á meðal Tottenham - en hann er enn leikmaður Bournemouth og það er jákvætt fyrir félagið.
Ryan Christie - Ekki þekktasta nafnið í liðinu en hann er klárlega einn mikilvægasti leikmaður þess. Var frábær á síðustu leiktíð og Iraola virtist ná því besta úr honum. Var tía og kantmaður fyrr á ferlinum en er orðinn meiri iðnaðarmaður, ef svo má að orði komast. Er algjör vél í pressuleikstíl Bournemouth.
Antoine Semenyo - Fékk margar hafnanir fyrr á ferlinum og þurfti að fara niður í utandeildina til að sanna sig. Hann hefur núna þróast í lykilmann fyrir Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni. Hann var einn af leikmönnum ársins hjá félaginu í fyrra. Kantmaður með mikla sprengju sem gaman er að horfa á spila fótbolta.
Hermann Friðriksson er einn af fáum stuðningsmönnum Bournemouth á Íslandi. Við fengum hann til að segja okkur aðeins frá áhuga sínum á liðinu.
Ég byrjaði að halda með Bournemouth af því að... Ég byrjaði að halda með Bournmouth eftir veru mína þar í borg 1997.
Áttu uppáhalds minningu tengda félaginu þínu? Besta minningin er þegar við unnum Liverpool í deildinni.
Uppáhalds leikmaður allra tíma? Solanke hlýtur að vera minn uppáhalds.
Hvernig fannst þér síðasta tímabil? Síðasta tímabil var langt umfram væntingar enda var liðinu spáð falli af flestum hinna svokölluðu sérfræðinga.
Ertu með einhverja sérstaka leikdagshefð? Engin sérstök leikdagshefð hjá mér.
Hvern má ekki vanta í liðið? Solanke mátti ekki vanta en nú þarf að finna einhvern fyrir hann.
Hver er veikasti hlekkurinn? Seldum veikasta hlekkinn fyrir nokkrum árum til Man City (Nathan Ake).
Þessum leikmanni á að fylgjast með... Veit satt að segja afskaplega lítið um leikmenn liðsins en Solanke var samt klárlega þeirra mikilvægasti maður.
Við þurfum að kaupa... Sóknarmann sem getur komið sterkur inn.
Hvað finnst þér um stjórann? Þjálfarinn er ungur Spánverji og fyrrum landsliðsmaður. Hann er að gera fína hluti með þetta ódýra lið og fáa þekkta leikmenn.
Hvernig líður þér fyrir tímabilinu sem er framundan? Markmiðið fyrir komandi tímabil er fyrst og fremst að halda sér uppi.
Hvar endar liðið? 11. til 12. sætið síðast var vel viðunandi og ég spái svipuðum árangri næst. Segjum 12. sæti!
Þau sem spáðu: Arnar Laufdal Arnarsson, Brynjar Ingi Erluson, Elíza Gígja Ómarsdóttir, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Haraldur Örn Haraldsson, Jóhann Þór Hólmgrímsson, Ívan Guðjón Baldursson, Stefán Marteinn Ólafsson, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke og Sölvi Haraldsson.
Liðin fengu eitt stig og upp í 20 eftir það hvar hver og einn spáði þeim. Liðið í síðasta sæti fékk eitt stig, liðið í 19. sæti tvö stig og koll af kolli. Stigin í spánni tengjast á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni..
Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. ?
11. ?
12. ?
13. Bournemouth, 97 stig
14. Wolves, 86 stig
15. Everton, 74 stig
16. Leicester, 61 stig
17. Brentford, 56 stig
18. Southampton, 42 stig
19. Nottingham Forest, 37 stig
20. Ipswich Town, 27 stig
Andoni Iraola var ráðinn í stað O'Neil. Tíminn á Englandi byrjaði ekki vel hjá þeim spænska en svo fóru hlutirnir að tikka hjá honum. Það var óstöðugleiki, en þetta var spennandi. Iraola kemur úr Bielsa skólanum og er með afar sterka hugmyndafræði. Bournemouth spilaði skemmtilegan fótbolta og oft var hann árangursríkur.
Eigendur Bournemouth sjá mikla framtíð með Iraola og ef hann nær að búa til meiri stöðugleika í leik liðsins, þá gæti Bournemouth komist í efri hlutann. Félagið seldi sóknarmanninn Dominic Solanke til Tottenham fyrir metfé í dag og það þarf að kaupa inn fyrir þann pening. Gaman verður að sjá hvernig peningnum verður eytt en líklega þarf að kaupa inn nýjan sóknarmann sem getur komið með eitthvað að borðinu þar sem Solanke skilur mikið eftir sig.
Stjórinn: Andoni Iraola var ráðinn til Bournemouth fyrir síðasta tímabil og fögnuðu eigendur félagsins ráðningu hans mjög. Hann hafði gert flotta hluti með Rayo Vallecano og sýndi hann þar að hann er með áhugaverðar hugmyndir um fótbolta. Hugmyndir sem passa vel inn í framtíðarsýn Bournemouth. Liðið fór úr því að vera skyndisóknarlið í það að vera meira pressulið. Iraola skrifaði undir samning til 2026 eftir síðasta tímabil og mun eflaust reyna á þeim tíma að koma hugmyndum sínum enn frekar inn. Það tekur tíma.
Leikmannaglugginn: Það voru risastór tíðindi fyrr í dag þegar Dominic Solanke var seldur til Tottenham. Hann var stjarnan í liði Bournemouth og þeirra mikilvægasti leikmaður en félagið fékk metfé fyrir hann. Hvað gerist hjá félaginu á næstu vikum þegar þessi peningur er kominn í hús?
Komnir:
Luis Sinisterra frá Leeds - 20 milljónir punda
Enes Unal frá Getafe - 14 milljónir punda
Dean Huijsen frá Juventus - 12,8 milljónir punda
Alex Paulsen frá Wellington Phoenix - 2 milljónir punda
Daniel Jebbison frá Sheffield United - Á frjálsri sölu
Farnir:
Dominic Solanke til Tottenham - 65 milljónir punda
Kieffer Moore til Sheffield United - 2 milljónir punda
Alex Paulsen til Auckland FC - Á láni
Joe Rothwell til Leeds - Á láni
Jamal Lowe til Sheffield Wednesday - Á frjálsri sölu
Lloyd Kelly til Newcastle - Á frjálsri sölu
Darren Randolph - Samningur rann út
Ryan Fredericks - Samningur rann út
Lykilmenn:
Illia Zabarnyi - Þessi 21 árs gamli miðvörður kom til Bournemouth frá Dinamo Kiev í heimalandinu í janúar 2023. Hann er afar sterkur og spilaði 37 af 38 leikjum liðsins í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Hann hefur heillað með frammistöðu sinni frá því hann kom til Englands og hefur verið orðaður við stærri félög - þar á meðal Tottenham - en hann er enn leikmaður Bournemouth og það er jákvætt fyrir félagið.
Ryan Christie - Ekki þekktasta nafnið í liðinu en hann er klárlega einn mikilvægasti leikmaður þess. Var frábær á síðustu leiktíð og Iraola virtist ná því besta úr honum. Var tía og kantmaður fyrr á ferlinum en er orðinn meiri iðnaðarmaður, ef svo má að orði komast. Er algjör vél í pressuleikstíl Bournemouth.
Antoine Semenyo - Fékk margar hafnanir fyrr á ferlinum og þurfti að fara niður í utandeildina til að sanna sig. Hann hefur núna þróast í lykilmann fyrir Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni. Hann var einn af leikmönnum ársins hjá félaginu í fyrra. Kantmaður með mikla sprengju sem gaman er að horfa á spila fótbolta.
„Liðinu var spáð falli af flestum hinna svokölluðu sérfræðinga"
Hermann Friðriksson er einn af fáum stuðningsmönnum Bournemouth á Íslandi. Við fengum hann til að segja okkur aðeins frá áhuga sínum á liðinu.
Ég byrjaði að halda með Bournemouth af því að... Ég byrjaði að halda með Bournmouth eftir veru mína þar í borg 1997.
Áttu uppáhalds minningu tengda félaginu þínu? Besta minningin er þegar við unnum Liverpool í deildinni.
Uppáhalds leikmaður allra tíma? Solanke hlýtur að vera minn uppáhalds.
Hvernig fannst þér síðasta tímabil? Síðasta tímabil var langt umfram væntingar enda var liðinu spáð falli af flestum hinna svokölluðu sérfræðinga.
Ertu með einhverja sérstaka leikdagshefð? Engin sérstök leikdagshefð hjá mér.
Hvern má ekki vanta í liðið? Solanke mátti ekki vanta en nú þarf að finna einhvern fyrir hann.
Hver er veikasti hlekkurinn? Seldum veikasta hlekkinn fyrir nokkrum árum til Man City (Nathan Ake).
Þessum leikmanni á að fylgjast með... Veit satt að segja afskaplega lítið um leikmenn liðsins en Solanke var samt klárlega þeirra mikilvægasti maður.
Við þurfum að kaupa... Sóknarmann sem getur komið sterkur inn.
Hvað finnst þér um stjórann? Þjálfarinn er ungur Spánverji og fyrrum landsliðsmaður. Hann er að gera fína hluti með þetta ódýra lið og fáa þekkta leikmenn.
Hvernig líður þér fyrir tímabilinu sem er framundan? Markmiðið fyrir komandi tímabil er fyrst og fremst að halda sér uppi.
Hvar endar liðið? 11. til 12. sætið síðast var vel viðunandi og ég spái svipuðum árangri næst. Segjum 12. sæti!
Þau sem spáðu: Arnar Laufdal Arnarsson, Brynjar Ingi Erluson, Elíza Gígja Ómarsdóttir, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Haraldur Örn Haraldsson, Jóhann Þór Hólmgrímsson, Ívan Guðjón Baldursson, Stefán Marteinn Ólafsson, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke og Sölvi Haraldsson.
Liðin fengu eitt stig og upp í 20 eftir það hvar hver og einn spáði þeim. Liðið í síðasta sæti fékk eitt stig, liðið í 19. sæti tvö stig og koll af kolli. Stigin í spánni tengjast á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni..
Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. ?
11. ?
12. ?
13. Bournemouth, 97 stig
14. Wolves, 86 stig
15. Everton, 74 stig
16. Leicester, 61 stig
17. Brentford, 56 stig
18. Southampton, 42 stig
19. Nottingham Forest, 37 stig
20. Ipswich Town, 27 stig
Athugasemdir