sun 11.ágú 2024 11:00 Mynd: EPA |
|
Spáin fyrir enska - 12. sæti: „Má endilega skila mér Bobby Zamora treyjunni minni"
Það styttist heldur betur í það að þjóðaríþrótt Íslendinga, enska úrvalsdeildin, fari aftur af stað. Deildin byrjar að rúlla um næstu helgi. Við höldum áfram að kynna liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Við heyrum líka í stuðningsfólki liðanna og tökum púlsinn fyrir tímabilið sem er framundan.
Fulham er í 12. sæti í spánni og verður því í kringum miðja deild ef hún rætist.
Fulham hafnaði í 13. sæti á síðustu leiktíð og það er því kannski ekki skrítið að liðinu sé spáð á svipuðum slóðum núna. Annað sumarið í röð er Fulham þó að missa sinn besta mann. Í fyrra var það Aleksandar Mitrovic sem yfirgaf félagið og núna er það miðjumaðurinn Joao Palhinha.
Palhinha var nálægt því að fara frá Fulham síðasta sumar og fékk núna ósk sína uppfyllta þegar Bayern München mætti aftur á svæðið. Það var alveg hægt að færa rök fyrir því að Palhinha væri með betri djúpum miðjumönnum ensku úrvalsdeildarinnar áður en hann fór til Þýskalands. Rodri er í sérflokki en svo kom hann - kannski ásamt nokkrum öðrum - þar á eftir. Núna er bara spurning hvort Marco Silva takist að finna almennilegan staðgengil fyrir Portúgalann. Rodrigo Muniz var óvænt hetja þegar Mitrovic fór. Sjáum við eitthvað annað svoleiðis núna?
Eftir að hafa komist aftur upp í ensku úrvalsdeildina árið 2022, þá hefur Fulham fest sig í miðjumoðinu. Það hefur verið erfitt að mæta þeim og Palhinha var stór ástæða fyrir því. En það verður samt sem áður örugglega áfram erfitt að mæta Fulham og sérstaklega á þeirra heimavelli. Fulham líður vel í miðjumoðinu og maður sér þá alveg vera áfram þar á komandi keppnistímabili þrátt að algjör lykilmaður hafi sagt skilið við félagið annað sumarið í röð. Grunnurinn virðist vera sterkur.
Stjórinn: Og ástæðan fyrir því að grunnurinn virðist sterkur er líklega helst stjóri liðsins, Marco Silva. Portúgalinn er búinn að finna sér heimili í London hjá Fulham. Félög í Sádi-Arabíu reyndu að fá hann í fyrra og voru tilbúin að borga honum rosa mikinn pening, en hann neitaði og ákvað að halda áfram í starfinu sem honum líður svo vel í. Hann hefur talað um að markmiðið sé að festa Fulham alveg í sessi í ensku úrvalsdeildinni. Með hann við stjórnvölinn þá hefur verið stöðugleiki. Silva hefur stýrt Fulham frá 2021 en hann hefur aldrei verið lengur hjá einu félagi.
Leikmannaglugginn: Eins og segir hér að ofan, þá missti Fulham sinn besta mann. Palhinha er þó ekki eini sem er farinn því miðverðirnir Tosin Adarabioyo og Tim Ream eru líka farnir, en þeir voru mjög traustir þjónar. Aftur á móti, þá varð Emile Smith Rowe dýrasti leikmaður í sögu Fulham í sumar og verður spennandi að sjá hvernig honum farnast í nýju umhverfi.
Komnir:
Emile Smith Rowe frá Arsenal - 34 milljónir punda
Jorge Cuenca frá Villarreal - 5,7 milljónir punda
Ryan Sessegnon frá Tottenham - Á frjálsri sölu
Farnir:
Joao Palhinha til Bayern München - 42,3 milljónir punda
Tim Ream til Charlotte FC - Óuppgefið kaupverð
Bobby De Cordova-Reid til Leicester - Á frjálsri sölu
Tosin Adarabioyo til Chelsea - Á frjálsri sölu
Marek Rodak til Al-Ettifaq - Á frjálsri sölu
Lykilmenn:
Antonee Robinson - Bandaríski vinstri bakvörðurinn var einn besti leikmaður deildarinnar í sinni stöðu á síðustu leiktíð. Hann var góður sóknarlega og kom með mikið að borðinu. Hann hefur verið orðaður við stærri félög en verður áfram í Fulham nema eitthvað óvænt gerist. Ef hann nær að taka skref fram á við í vetur, þá hlýtur hann að vera keyptur eitthvað næsta sumar á mikinn pening.
Andreas Pereira - Hefur tekið framförum frá því hann yfirgaf Manchester United og fór yfir til Fulham. Er með mikil gæði og getur gert alls konar flotta hluti þegar hann er í stuði. Hann er líka virkilega duglegur og leggur sig mikið fram fyrir liðið. Hefur leikið átta leiki fyrir landslið Brasilíu og var hluti af landsliðshópnum á Copa America í sumar.
Emile Smith Rowe - Dýrasti leikmaður í sögu Fulham þegar félagið keypti hann frá Arsenal á dögunum. Hefur verið mjög óheppinn með meiðsli en ef hann helst heill, þá verður hann líklega besti leikmaður liðsins í vetur. Mjög skapandi leikmaður sem getur búið til eitthvað úr engu. Mögulega væri hann bara í góðu hlutverki núna hjá sterku liði Arsenal ef hann hefði ekki meiðst. Það eru góðar líkur á því.
Baldur Haraldsson er stuðningsmaður Fulham. Við fengum hann til að segja okkur frá því af hverju það er svo og þá segir hann okkur líka aðeins meira frá liðinu og væntingum sínum fyrir komandi tímabil.
Ég byrjaði að halda með Fulham af því að... Löng saga. Til að byrja með á ég þrjú veik liverpool systkini sem vildu að ég héldi líka með Liverpool, en ég hélt ekki. Elsti bróðir minn hélt með United, bara til þess að vera á móti. Ég fylgdist lítið með fótbolta og hann vildi því fá mig á þann vagn. Ég horfði sem sagt á Fulham-United í sjónvarpinu 2002/2003 tímabilið og var þetta eiginlega fyrsti leikurinn sem ég horfði allan leikinn og var bara heillaður af þeim hvítu í Pizza Hut búningnum. Leikurinn fór 1-1 og var ég því ákveðinn að halda með þeim. Man ekki hvort það var Steve Marlet eða Louis Saha sem skoraði en það er aukaatriði.
Áttu uppáhalds minningu tengda félaginu þínu? Klárlega Roy Hodgson tímabilið þegar við unnum Juventus 4-1 í undanúrslitum Evrópukeppninar. Fórum svo í úrslitaleikinn á móti Atletico Madrid þar sem Diego Forlan skoraði i framlengingu og drap drauminn. Einnig var gaman að sjá okkur vinna Championship deildina og þegar við unnum Brentford í umspili 2019/2020 með sturluðu marki Joe Bryan. Greyið David Raya gleymdi sér. Einnig unnum við Aston Villa í umspili tveimur árum áður með skallamarki frá Denis Odoi. Þrír bikarar á stuttum tíma gleður.
Uppáhalds leikmaður allra tíma? Erfitt að velja, en Clint Dempsey er ofarlega á blaði hjá mér. Aðallega út af þvi að hann bjargaði okkur frá falli gegn Liverpool í lokaumferðinni 2007, nýlega kominn til okkar. Hann var sturlaður leikmaður. Einnig er ég mikill Mitrovic maður og á margar treyjur með honum, dýrkaði hann. Hins vegar verð ég samt að taka fram að uppáhalds leikmaður minn allra tíma er klárlega Diego Costa, sá maður var af gamla skólanum og ég dýrkaði hann sem leikmann en því miður var hann vitlausu megin í London.
PS. vil einnig minna Óskar Smára, bróðir minn, að hann má endilega skila mér Bobby Zamora treyjunni minni.
Hvernig fannst þér síðasta tímabil? Þetta var þokkalegt tímabil þrátt fyrir lélegan endi. Marco Silva kann að sækja stig og spila fínan bolta oft á tíðum en fannst við oft missa okkur í lokin, sérstaklega gegn stærri liðunum. Breiddin var ekkert svakaleg í hópnum en sem betur fer lítið af meiðslum. Margt jákvætt sem hægt er samt að byggja ofan á.
Ertu með einhverja sérstaka leikdagshefð? Engin hjátrú, bara peppaður.
Hvern má ekki vanta í liðið? Fyrr í sumar hefði ég sagt Palhinha en hann er því miður farinn. Finnst Andreas Pereira mjög mikilvægur í sóknarleiknum og fannst gaman að sjá Brassa tenginguna hjá honum og Muniz vini mínum.
Hver er veikasti hlekkurinn? Miðjan í dag klárlega, Sasa Lukic og Harrison Reed eru ekki nægilega sterkir kandídatar á miðjuna að mínu mati. Einnig er liðið í eldri kantinum og held að meistari Tom Cairney sé kominn af sínu besta skeiði.
Þessum leikmanni á að fylgjast með... Auðvelt að benda á Rodrigo Muniz, varð ekkert eðlilega spenntur fyrir honum 2021 þegar Marco Silva keypti hann; sagðist sjá það sama í honum og Richarlison, sem hann keypti ungan til Watford á sinum tíma. Var mjög ósáttur með hann fram að síðustu áramótum, vorum mikið að reyna að losa hann síðasta sumar en sem betur fer gerðist það ekki og hrikalega spenntur fyrir honum þetta tímabil. Einnig er ég spenntur fyrir Emile Smith Rowe ef hann helst heill.
Við þurfum að kaupa... Mikið, vantar breidd og margir farnir eins og Tim Ream, Tosin, Palhinha og Bobby Reid sem voru í stórum hlutverkum. Höfum fengið Ryan Sessegnon, Jorge Cuenca og Smith Rowe en að mínu mati þurfum við að sækja Diego Carlos frá Aston Villa í miðvörðinn, Mctominay frá United og Andre frá Fluminense á miðjuna og svo væri ég til í annan kantmann, eins og til dæmis Federico Chiesa. Þá væri liðið klárt en við þurfum semsagt miðvörð, tvo miðjumenn og kantmann að lágmarki. Verst að missa af Summerville það er alvöru leikmaður þar sem West Ham fékk.
Hvað finnst þér um stjórann? Fyrst og fremst frábær manneskja eins og maðurinn segir. Geggjaður að þjálfa lið eins og Fulham, miðjuhnoð og nær því besta úr leikmönnum sínum. Hefur verið orðaður við stærri gigg og Sádí en heldur trú við okkur sem mér finnst frábært. Hef upplifað helvíti marga þjálfara hjá Fulham og er rosalega sáttur með hann. Heyrði frá nokkrum Liverpool stuðningsmönnum að þeir vildi fá hann á Anfield áður en Arne Slot kom, en hann fer ekkert.
Hvernig líður þér fyrir tímabilinu sem er framundan? Undirbúningstímabilið búið að vera gott, unnum Benfica og fleiri lið eins og QPR og Watford sannfærandi. Töpuðum hins vegar 2-1 gegn Sevilla á dögunum í fyrsta leik Smith Rowe þar sem hann skoraði markið okkar með flugskalla eftir undirbúning Antonee Robinson en það vantar klárlega mannskap og skrifstofan hjá Fulham er ekki alveg að standa sig. Er ekki hrifinn af því að sonur eigandans sé yfirmaður fótboltamála en þetta er vel rekið félag hvað varðar fjármálin.
Hvar endar liðið? Stór spurning. Ef við verslum vel og skynsamlega þá eigum við að berjast um 6. - 10. sætið klárlega. En eins og er þá erum við einhvers staðar í kringum 12. - 15. sætið, því miður.
Þau sem spáðu: Arnar Laufdal Arnarsson, Brynjar Ingi Erluson, Elíza Gígja Ómarsdóttir, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Haraldur Örn Haraldsson, Jóhann Þór Hólmgrímsson, Ívan Guðjón Baldursson, Stefán Marteinn Ólafsson, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke og Sölvi Haraldsson.
Liðin fengu eitt stig og upp í 20 eftir það hvar hver og einn spáði þeim. Liðið í síðasta sæti fékk eitt stig, liðið í 19. sæti tvö stig og koll af kolli. Stigin í spánni tengjast á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni..
Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. ?
11. ?
12. Fulham, 102 stig
13. Bournemouth, 97 stig
14. Wolves, 86 stig
15. Everton, 74 stig
16. Leicester, 61 stig
17. Brentford, 56 stig
18. Southampton, 42 stig
19. Nottingham Forest, 37 stig
20. Ipswich Town, 27 stig
Palhinha var nálægt því að fara frá Fulham síðasta sumar og fékk núna ósk sína uppfyllta þegar Bayern München mætti aftur á svæðið. Það var alveg hægt að færa rök fyrir því að Palhinha væri með betri djúpum miðjumönnum ensku úrvalsdeildarinnar áður en hann fór til Þýskalands. Rodri er í sérflokki en svo kom hann - kannski ásamt nokkrum öðrum - þar á eftir. Núna er bara spurning hvort Marco Silva takist að finna almennilegan staðgengil fyrir Portúgalann. Rodrigo Muniz var óvænt hetja þegar Mitrovic fór. Sjáum við eitthvað annað svoleiðis núna?
Eftir að hafa komist aftur upp í ensku úrvalsdeildina árið 2022, þá hefur Fulham fest sig í miðjumoðinu. Það hefur verið erfitt að mæta þeim og Palhinha var stór ástæða fyrir því. En það verður samt sem áður örugglega áfram erfitt að mæta Fulham og sérstaklega á þeirra heimavelli. Fulham líður vel í miðjumoðinu og maður sér þá alveg vera áfram þar á komandi keppnistímabili þrátt að algjör lykilmaður hafi sagt skilið við félagið annað sumarið í röð. Grunnurinn virðist vera sterkur.
Stjórinn: Og ástæðan fyrir því að grunnurinn virðist sterkur er líklega helst stjóri liðsins, Marco Silva. Portúgalinn er búinn að finna sér heimili í London hjá Fulham. Félög í Sádi-Arabíu reyndu að fá hann í fyrra og voru tilbúin að borga honum rosa mikinn pening, en hann neitaði og ákvað að halda áfram í starfinu sem honum líður svo vel í. Hann hefur talað um að markmiðið sé að festa Fulham alveg í sessi í ensku úrvalsdeildinni. Með hann við stjórnvölinn þá hefur verið stöðugleiki. Silva hefur stýrt Fulham frá 2021 en hann hefur aldrei verið lengur hjá einu félagi.
Leikmannaglugginn: Eins og segir hér að ofan, þá missti Fulham sinn besta mann. Palhinha er þó ekki eini sem er farinn því miðverðirnir Tosin Adarabioyo og Tim Ream eru líka farnir, en þeir voru mjög traustir þjónar. Aftur á móti, þá varð Emile Smith Rowe dýrasti leikmaður í sögu Fulham í sumar og verður spennandi að sjá hvernig honum farnast í nýju umhverfi.
Komnir:
Emile Smith Rowe frá Arsenal - 34 milljónir punda
Jorge Cuenca frá Villarreal - 5,7 milljónir punda
Ryan Sessegnon frá Tottenham - Á frjálsri sölu
Farnir:
Joao Palhinha til Bayern München - 42,3 milljónir punda
Tim Ream til Charlotte FC - Óuppgefið kaupverð
Bobby De Cordova-Reid til Leicester - Á frjálsri sölu
Tosin Adarabioyo til Chelsea - Á frjálsri sölu
Marek Rodak til Al-Ettifaq - Á frjálsri sölu
Lykilmenn:
Antonee Robinson - Bandaríski vinstri bakvörðurinn var einn besti leikmaður deildarinnar í sinni stöðu á síðustu leiktíð. Hann var góður sóknarlega og kom með mikið að borðinu. Hann hefur verið orðaður við stærri félög en verður áfram í Fulham nema eitthvað óvænt gerist. Ef hann nær að taka skref fram á við í vetur, þá hlýtur hann að vera keyptur eitthvað næsta sumar á mikinn pening.
Andreas Pereira - Hefur tekið framförum frá því hann yfirgaf Manchester United og fór yfir til Fulham. Er með mikil gæði og getur gert alls konar flotta hluti þegar hann er í stuði. Hann er líka virkilega duglegur og leggur sig mikið fram fyrir liðið. Hefur leikið átta leiki fyrir landslið Brasilíu og var hluti af landsliðshópnum á Copa America í sumar.
Emile Smith Rowe - Dýrasti leikmaður í sögu Fulham þegar félagið keypti hann frá Arsenal á dögunum. Hefur verið mjög óheppinn með meiðsli en ef hann helst heill, þá verður hann líklega besti leikmaður liðsins í vetur. Mjög skapandi leikmaður sem getur búið til eitthvað úr engu. Mögulega væri hann bara í góðu hlutverki núna hjá sterku liði Arsenal ef hann hefði ekki meiðst. Það eru góðar líkur á því.
„Var bara heillaður af þeim hvítu í Pizza Hut búningnum"
Baldur Haraldsson er stuðningsmaður Fulham. Við fengum hann til að segja okkur frá því af hverju það er svo og þá segir hann okkur líka aðeins meira frá liðinu og væntingum sínum fyrir komandi tímabil.
Ég byrjaði að halda með Fulham af því að... Löng saga. Til að byrja með á ég þrjú veik liverpool systkini sem vildu að ég héldi líka með Liverpool, en ég hélt ekki. Elsti bróðir minn hélt með United, bara til þess að vera á móti. Ég fylgdist lítið með fótbolta og hann vildi því fá mig á þann vagn. Ég horfði sem sagt á Fulham-United í sjónvarpinu 2002/2003 tímabilið og var þetta eiginlega fyrsti leikurinn sem ég horfði allan leikinn og var bara heillaður af þeim hvítu í Pizza Hut búningnum. Leikurinn fór 1-1 og var ég því ákveðinn að halda með þeim. Man ekki hvort það var Steve Marlet eða Louis Saha sem skoraði en það er aukaatriði.
Áttu uppáhalds minningu tengda félaginu þínu? Klárlega Roy Hodgson tímabilið þegar við unnum Juventus 4-1 í undanúrslitum Evrópukeppninar. Fórum svo í úrslitaleikinn á móti Atletico Madrid þar sem Diego Forlan skoraði i framlengingu og drap drauminn. Einnig var gaman að sjá okkur vinna Championship deildina og þegar við unnum Brentford í umspili 2019/2020 með sturluðu marki Joe Bryan. Greyið David Raya gleymdi sér. Einnig unnum við Aston Villa í umspili tveimur árum áður með skallamarki frá Denis Odoi. Þrír bikarar á stuttum tíma gleður.
Uppáhalds leikmaður allra tíma? Erfitt að velja, en Clint Dempsey er ofarlega á blaði hjá mér. Aðallega út af þvi að hann bjargaði okkur frá falli gegn Liverpool í lokaumferðinni 2007, nýlega kominn til okkar. Hann var sturlaður leikmaður. Einnig er ég mikill Mitrovic maður og á margar treyjur með honum, dýrkaði hann. Hins vegar verð ég samt að taka fram að uppáhalds leikmaður minn allra tíma er klárlega Diego Costa, sá maður var af gamla skólanum og ég dýrkaði hann sem leikmann en því miður var hann vitlausu megin í London.
PS. vil einnig minna Óskar Smára, bróðir minn, að hann má endilega skila mér Bobby Zamora treyjunni minni.
Hvernig fannst þér síðasta tímabil? Þetta var þokkalegt tímabil þrátt fyrir lélegan endi. Marco Silva kann að sækja stig og spila fínan bolta oft á tíðum en fannst við oft missa okkur í lokin, sérstaklega gegn stærri liðunum. Breiddin var ekkert svakaleg í hópnum en sem betur fer lítið af meiðslum. Margt jákvætt sem hægt er samt að byggja ofan á.
Ertu með einhverja sérstaka leikdagshefð? Engin hjátrú, bara peppaður.
Hvern má ekki vanta í liðið? Fyrr í sumar hefði ég sagt Palhinha en hann er því miður farinn. Finnst Andreas Pereira mjög mikilvægur í sóknarleiknum og fannst gaman að sjá Brassa tenginguna hjá honum og Muniz vini mínum.
Hver er veikasti hlekkurinn? Miðjan í dag klárlega, Sasa Lukic og Harrison Reed eru ekki nægilega sterkir kandídatar á miðjuna að mínu mati. Einnig er liðið í eldri kantinum og held að meistari Tom Cairney sé kominn af sínu besta skeiði.
Þessum leikmanni á að fylgjast með... Auðvelt að benda á Rodrigo Muniz, varð ekkert eðlilega spenntur fyrir honum 2021 þegar Marco Silva keypti hann; sagðist sjá það sama í honum og Richarlison, sem hann keypti ungan til Watford á sinum tíma. Var mjög ósáttur með hann fram að síðustu áramótum, vorum mikið að reyna að losa hann síðasta sumar en sem betur fer gerðist það ekki og hrikalega spenntur fyrir honum þetta tímabil. Einnig er ég spenntur fyrir Emile Smith Rowe ef hann helst heill.
Við þurfum að kaupa... Mikið, vantar breidd og margir farnir eins og Tim Ream, Tosin, Palhinha og Bobby Reid sem voru í stórum hlutverkum. Höfum fengið Ryan Sessegnon, Jorge Cuenca og Smith Rowe en að mínu mati þurfum við að sækja Diego Carlos frá Aston Villa í miðvörðinn, Mctominay frá United og Andre frá Fluminense á miðjuna og svo væri ég til í annan kantmann, eins og til dæmis Federico Chiesa. Þá væri liðið klárt en við þurfum semsagt miðvörð, tvo miðjumenn og kantmann að lágmarki. Verst að missa af Summerville það er alvöru leikmaður þar sem West Ham fékk.
Hvað finnst þér um stjórann? Fyrst og fremst frábær manneskja eins og maðurinn segir. Geggjaður að þjálfa lið eins og Fulham, miðjuhnoð og nær því besta úr leikmönnum sínum. Hefur verið orðaður við stærri gigg og Sádí en heldur trú við okkur sem mér finnst frábært. Hef upplifað helvíti marga þjálfara hjá Fulham og er rosalega sáttur með hann. Heyrði frá nokkrum Liverpool stuðningsmönnum að þeir vildi fá hann á Anfield áður en Arne Slot kom, en hann fer ekkert.
Hvernig líður þér fyrir tímabilinu sem er framundan? Undirbúningstímabilið búið að vera gott, unnum Benfica og fleiri lið eins og QPR og Watford sannfærandi. Töpuðum hins vegar 2-1 gegn Sevilla á dögunum í fyrsta leik Smith Rowe þar sem hann skoraði markið okkar með flugskalla eftir undirbúning Antonee Robinson en það vantar klárlega mannskap og skrifstofan hjá Fulham er ekki alveg að standa sig. Er ekki hrifinn af því að sonur eigandans sé yfirmaður fótboltamála en þetta er vel rekið félag hvað varðar fjármálin.
Hvar endar liðið? Stór spurning. Ef við verslum vel og skynsamlega þá eigum við að berjast um 6. - 10. sætið klárlega. En eins og er þá erum við einhvers staðar í kringum 12. - 15. sætið, því miður.
Þau sem spáðu: Arnar Laufdal Arnarsson, Brynjar Ingi Erluson, Elíza Gígja Ómarsdóttir, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Haraldur Örn Haraldsson, Jóhann Þór Hólmgrímsson, Ívan Guðjón Baldursson, Stefán Marteinn Ólafsson, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke og Sölvi Haraldsson.
Liðin fengu eitt stig og upp í 20 eftir það hvar hver og einn spáði þeim. Liðið í síðasta sæti fékk eitt stig, liðið í 19. sæti tvö stig og koll af kolli. Stigin í spánni tengjast á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni..
Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. ?
11. ?
12. Fulham, 102 stig
13. Bournemouth, 97 stig
14. Wolves, 86 stig
15. Everton, 74 stig
16. Leicester, 61 stig
17. Brentford, 56 stig
18. Southampton, 42 stig
19. Nottingham Forest, 37 stig
20. Ipswich Town, 27 stig
Athugasemdir