Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
   sun 13. september 2020 16:34
Kristófer Jónsson
Rúnar Kristins: Einbeitingarleysi í restina
Rúnar var hundsvekktur eftir leikinn í dag.
Rúnar var hundsvekktur eftir leikinn í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var að vonum svekktur eftir 2-1 tap sinna manna gegn Stjörnunni í Pepsi Max-deildinni í dag. KR-ingar leiddu þegar að 86 mínútur voru á klukkunni en Stjörnumenn skoruðu tvö mörk undir lokin.

„Þetta var mjög svekkjandi að tapa. Við stýrðum þessum leik að mínu mati. Þú getur átt frábæran leik eins og við áttum í dag en tapað samt." sagði Rúnar eftir leikinn í dag.

Lestu um leikinn: KR 1 -  2 Stjarnan

KR-ingar voru heilt yfir hættulegri í leiknum og leit frekar út fyrir það að þeir myndu auka forystuna frekar en að Stjarnan að jafna.

„Við sofnuðum á verðinum í nokkrar sekúndur og þeir ná að jafna. Þá hentum við öllum fram til að sækja þessi þrjú stig en þeir fara upp og skora aftur. Þetta var bara einbeitingarleysi í restina sem að við erum ósáttir við."

KR situr í fimmta sæti deildarinnar eins og er, 8 stigum frá Val sem að er á toppnum þegar að bæði lið eiga 10 leiki eftir.

„Við erum búnir að vera góðir undanfarið og það er kraftur í liðinu og ef að hann verður áfram hef ég engar áhyggjur."

Rúnar Alex Rúnarsson, landsliðsmarkvörður Íslands og sonur Rúnars Kristinssonar, er í dag orðaður við enska stórliðið Arsenal. Rúnar Kristins vildi ekki staðfesta þær fregnir en nánar er rætt við hann í spilaranum að ofan.

Athugasemdir
banner