Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   sun 13. september 2020 16:34
Kristófer Jónsson
Rúnar Kristins: Einbeitingarleysi í restina
Rúnar var hundsvekktur eftir leikinn í dag.
Rúnar var hundsvekktur eftir leikinn í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var að vonum svekktur eftir 2-1 tap sinna manna gegn Stjörnunni í Pepsi Max-deildinni í dag. KR-ingar leiddu þegar að 86 mínútur voru á klukkunni en Stjörnumenn skoruðu tvö mörk undir lokin.

„Þetta var mjög svekkjandi að tapa. Við stýrðum þessum leik að mínu mati. Þú getur átt frábæran leik eins og við áttum í dag en tapað samt." sagði Rúnar eftir leikinn í dag.

Lestu um leikinn: KR 1 -  2 Stjarnan

KR-ingar voru heilt yfir hættulegri í leiknum og leit frekar út fyrir það að þeir myndu auka forystuna frekar en að Stjarnan að jafna.

„Við sofnuðum á verðinum í nokkrar sekúndur og þeir ná að jafna. Þá hentum við öllum fram til að sækja þessi þrjú stig en þeir fara upp og skora aftur. Þetta var bara einbeitingarleysi í restina sem að við erum ósáttir við."

KR situr í fimmta sæti deildarinnar eins og er, 8 stigum frá Val sem að er á toppnum þegar að bæði lið eiga 10 leiki eftir.

„Við erum búnir að vera góðir undanfarið og það er kraftur í liðinu og ef að hann verður áfram hef ég engar áhyggjur."

Rúnar Alex Rúnarsson, landsliðsmarkvörður Íslands og sonur Rúnars Kristinssonar, er í dag orðaður við enska stórliðið Arsenal. Rúnar Kristins vildi ekki staðfesta þær fregnir en nánar er rætt við hann í spilaranum að ofan.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner