Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
   sun 13. september 2020 16:34
Kristófer Jónsson
Rúnar Kristins: Einbeitingarleysi í restina
Rúnar var hundsvekktur eftir leikinn í dag.
Rúnar var hundsvekktur eftir leikinn í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var að vonum svekktur eftir 2-1 tap sinna manna gegn Stjörnunni í Pepsi Max-deildinni í dag. KR-ingar leiddu þegar að 86 mínútur voru á klukkunni en Stjörnumenn skoruðu tvö mörk undir lokin.

„Þetta var mjög svekkjandi að tapa. Við stýrðum þessum leik að mínu mati. Þú getur átt frábæran leik eins og við áttum í dag en tapað samt." sagði Rúnar eftir leikinn í dag.

Lestu um leikinn: KR 1 -  2 Stjarnan

KR-ingar voru heilt yfir hættulegri í leiknum og leit frekar út fyrir það að þeir myndu auka forystuna frekar en að Stjarnan að jafna.

„Við sofnuðum á verðinum í nokkrar sekúndur og þeir ná að jafna. Þá hentum við öllum fram til að sækja þessi þrjú stig en þeir fara upp og skora aftur. Þetta var bara einbeitingarleysi í restina sem að við erum ósáttir við."

KR situr í fimmta sæti deildarinnar eins og er, 8 stigum frá Val sem að er á toppnum þegar að bæði lið eiga 10 leiki eftir.

„Við erum búnir að vera góðir undanfarið og það er kraftur í liðinu og ef að hann verður áfram hef ég engar áhyggjur."

Rúnar Alex Rúnarsson, landsliðsmarkvörður Íslands og sonur Rúnars Kristinssonar, er í dag orðaður við enska stórliðið Arsenal. Rúnar Kristins vildi ekki staðfesta þær fregnir en nánar er rætt við hann í spilaranum að ofan.

Athugasemdir