Já mér fannst þetta sanngjarn sigur. Við komum vel inn í leikinn, héldum boltanum vel og stýrðum leiknum og vorum að fara inn í svæðin sem okkur langaði að fara í og bara heilt yfir ánægður með allavegana fyrri hálfleikinn sagði Hilmar Árni Halldórsson leikmaður Stjörnunnar eftir góðan 0 - 4 sigur á Fylkismönnum í kvöld.
Lestu um leikinn: Fylkir 0 - 4 Stjarnan
Manni leið þannig inni á vellinum að við hefðum alla stjórn allan tímann. Okkur leið vel með hvað við vorum að gera og hvað við ætluðum að gera en eins og ég segi, lítil atriði sem við hefðum viljað gera betur.
Það er bara gamla klisjan, þetta er búið að vera þannig season að það er bara einn leikur í einu og erum á fínu rönni núna og það er bara næsti leikur og áfram gakk.
Mér líður bara vel núna og alltaf betur og betur. Þetta tekur tíma og maður vissi það svosem en maður er þrjóskur og vill fara að spila sinn besta bolta um leið og maður er kominn inn á völlinn en það er bara að sýna þolinmæði.
Nánar er rætt við Hilmar Árna hér að ofan























