Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
Sævar Atli: Skrítnasti leikur sem ég hef spilað lengi
Elías: Leiðinlegt fyrir mig - Þeir eru ekki með hátt xG
Valur Gunnars: Tveir gaurar sem geta barist og hlaupið endalaust
„Veit ekki hvort maður eigi að kalla það frétt eða ábendingu um slúður"
Segir að Fram þurfi að gera betur - „Skrítið ef ég verð ekki áfram"
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
   sun 15. maí 2022 20:25
Anton Freyr Jónsson
Arnar Grétars: Hefði gefið þeim blóð á tennurnar
Arnar Grétarsson þjálfari KA
Arnar Grétarsson þjálfari KA
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Arnar Grétarsson þjálfari KA var að vonum ánægður með góðan 3-0 útisigur á ÍA. 

„Maður er alltaf ánægður að vinna, skora þrjú mörk og halda hreinu það er náttúrulega bara geggjað. Ég er bara heilt yfir ánægður með frammistöðuna, erfitt að koma hingað aðstæðurnar ekki þær bestu til að spila fótbolta, töluverður vindur og völlurinn ekki uppá sitt besta þannig mér fannst frammistaðan mjög góð."


Lestu um leikinn: ÍA 0 -  3 KA

Í stöðunni 2-0 fyrir KA fá heimamenn í ÍA víti þegar Þorri Mar braut á Gísla Laxdal Unnarssyni og Gísli fór sjálfur á punktinn en Steinþór Freyr Auðunsson varði vítaspyrnuna og má segja að það hafi verið vendipunktur leiksins.

„Það hefði breytt leiknum vegna þess að þá hefðu þeir komið grimmir og það hefði gefið þeim blóð á tennurnar en sem betur fer þá varði hann vítið og svo kláruðum við leikinn með þriðja markinu sem var frábært."

Þessi sigur KA kom liðinu á toppinn í einhvern smá tíma að minnsta kosti og var Arnar spurður hvort þeir væru ekki kátir með það.

„Já maður er alltaf ánægður með að vinna en við erum bara búnir með sex leiki og þetta er langt mót þannig það er bara lappirnar niður á jörðina og næsti leikur á Laugardag á móti Stjörnunni og það verður erfiður leikir, þetta eru allt erfiðir leikir og það er bara næsta barátta."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir