Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
Óli Kristjáns: Get ekki tekið undir það að dómgæslan hafi verið slök
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
banner
   sun 15. maí 2022 20:25
Anton Freyr Jónsson
Arnar Grétars: Hefði gefið þeim blóð á tennurnar
Arnar Grétarsson þjálfari KA
Arnar Grétarsson þjálfari KA
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Arnar Grétarsson þjálfari KA var að vonum ánægður með góðan 3-0 útisigur á ÍA. 

„Maður er alltaf ánægður að vinna, skora þrjú mörk og halda hreinu það er náttúrulega bara geggjað. Ég er bara heilt yfir ánægður með frammistöðuna, erfitt að koma hingað aðstæðurnar ekki þær bestu til að spila fótbolta, töluverður vindur og völlurinn ekki uppá sitt besta þannig mér fannst frammistaðan mjög góð."


Lestu um leikinn: ÍA 0 -  3 KA

Í stöðunni 2-0 fyrir KA fá heimamenn í ÍA víti þegar Þorri Mar braut á Gísla Laxdal Unnarssyni og Gísli fór sjálfur á punktinn en Steinþór Freyr Auðunsson varði vítaspyrnuna og má segja að það hafi verið vendipunktur leiksins.

„Það hefði breytt leiknum vegna þess að þá hefðu þeir komið grimmir og það hefði gefið þeim blóð á tennurnar en sem betur fer þá varði hann vítið og svo kláruðum við leikinn með þriðja markinu sem var frábært."

Þessi sigur KA kom liðinu á toppinn í einhvern smá tíma að minnsta kosti og var Arnar spurður hvort þeir væru ekki kátir með það.

„Já maður er alltaf ánægður með að vinna en við erum bara búnir með sex leiki og þetta er langt mót þannig það er bara lappirnar niður á jörðina og næsti leikur á Laugardag á móti Stjörnunni og það verður erfiður leikir, þetta eru allt erfiðir leikir og það er bara næsta barátta."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir