Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   sun 15. maí 2022 20:25
Anton Freyr Jónsson
Arnar Grétars: Hefði gefið þeim blóð á tennurnar
Arnar Grétarsson þjálfari KA
Arnar Grétarsson þjálfari KA
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Arnar Grétarsson þjálfari KA var að vonum ánægður með góðan 3-0 útisigur á ÍA. 

„Maður er alltaf ánægður að vinna, skora þrjú mörk og halda hreinu það er náttúrulega bara geggjað. Ég er bara heilt yfir ánægður með frammistöðuna, erfitt að koma hingað aðstæðurnar ekki þær bestu til að spila fótbolta, töluverður vindur og völlurinn ekki uppá sitt besta þannig mér fannst frammistaðan mjög góð."


Lestu um leikinn: ÍA 0 -  3 KA

Í stöðunni 2-0 fyrir KA fá heimamenn í ÍA víti þegar Þorri Mar braut á Gísla Laxdal Unnarssyni og Gísli fór sjálfur á punktinn en Steinþór Freyr Auðunsson varði vítaspyrnuna og má segja að það hafi verið vendipunktur leiksins.

„Það hefði breytt leiknum vegna þess að þá hefðu þeir komið grimmir og það hefði gefið þeim blóð á tennurnar en sem betur fer þá varði hann vítið og svo kláruðum við leikinn með þriðja markinu sem var frábært."

Þessi sigur KA kom liðinu á toppinn í einhvern smá tíma að minnsta kosti og var Arnar spurður hvort þeir væru ekki kátir með það.

„Já maður er alltaf ánægður með að vinna en við erum bara búnir með sex leiki og þetta er langt mót þannig það er bara lappirnar niður á jörðina og næsti leikur á Laugardag á móti Stjörnunni og það verður erfiður leikir, þetta eru allt erfiðir leikir og það er bara næsta barátta."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir