Ásmundur Arnarsson þjálfari Breiðabliks var svekktur eftir tap liðsins gegn Þór/KA á Akureyri í kvöld.
„Mér fannst við vera vel stefndar fyrir leik en fyrri hálfleikur var svolítið sloppy. Boltinn gekk aðeins of hægt og okkur gekk illa að skapa almennilega möguleika," sagði Ásmundur.
„Við hleyptum þeim einu sinni í gegnum okkur og þær ná marki. Þá verður þetta erfitt og við þurfum að fara setja meira í sóknina og bæta meira í."
Lestu um leikinn: Þór/KA 2 - 0 Breiðablik
„Við komum ágætlega sterkar inn í seinni hálfleik og sóttum mikið og á mörgum mönnum og það vantaði bara herslu muninn á að troða boltanum í netið. Þegar leikurinn þróast þannig geturu alltaf átt von á einhverju gegn þér. Okkur var refsað alveg í lokin því við settum allt i sóknina," sagði Ásmundur.
„Við reyndum eins og við gátum en það vantaði klókindi, gæði og herslu muninn til að skora gegn sterku varnarliði Þór/KA hér í dag."