Baleba fer ekki til Man Utd í sumar - Newcastle enn í framherjaleit - Ederson til Galatasaray?
Heiðdís: Stolt að vinna bikar eftir barnsburð
Berglind Björg: Skemmtilegra núna heldur en í fyrra
Sammy: Búin að vera að æfa þessa tegund af slútti
Virkilega ánægð með skiptin í Breiðablik - „Vildi vinna bikara og það hefur komið"
„,Þetta er bara geggjað, þetta er bara bilun"
Thelma Karen: Eigum endalaust inni og þetta er ekki búið
Guðni meyr: Stoltur af því að vera FH-ingur
Nik eftir sigur í úrslitaleiknum: Þetta er ótrúlegt
Nik notaði enskt máltæki - „Sagan er bara sagan"
Ætla ekki tómhent heim fjórða árið í röð - „Það er ansi erfitt"
FH aldrei verið í þessum sporum áður - „Vonandi verður Nik í stuði"
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
   mán 15. maí 2023 21:49
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Þegar leikurinn þróast þannig geturu átt von á einhverju gegn þér"
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ásmundur Arnarsson þjálfari Breiðabliks var svekktur eftir tap liðsins gegn Þór/KA á Akureyri í kvöld.

„Mér fannst við vera vel stefndar fyrir leik en fyrri hálfleikur var svolítið sloppy. Boltinn gekk aðeins of hægt og okkur gekk illa að skapa almennilega möguleika," sagði Ásmundur.

„Við hleyptum þeim einu sinni í gegnum okkur og þær ná marki. Þá verður þetta erfitt og við þurfum að fara setja meira í sóknina og bæta meira í."


Lestu um leikinn: Þór/KA 2 -  0 Breiðablik

„Við komum ágætlega sterkar inn í seinni hálfleik og sóttum mikið og á mörgum mönnum og það vantaði bara herslu muninn á að troða boltanum í netið. Þegar leikurinn þróast þannig geturu alltaf átt von á einhverju gegn þér. Okkur var refsað alveg í lokin því við settum allt i sóknina," sagði Ásmundur.

„Við reyndum eins og við gátum en það vantaði klókindi, gæði og herslu muninn til að skora gegn sterku varnarliði Þór/KA hér í dag."


Athugasemdir
banner