Glugginn í Sádi-Arabíu er enn opinn - Onana, Sterling, Disasi, Santos og Silva orðaðir við félög þaðan
Bjarki Steinn: Við verðum að horfa á það þannig
Guðlaugur Victor: Verður allavega engin afsökun að völlurinn sé ekki nógu góður
Andri Lucas: Ætla að búa mér til mitt eigið Guðjohnsen nafn
Jón Dagur: Augljóst að við ætlum að gera eitthvað í þessum riðli
Daníel Tristan stoltur: Klár í allt sem Arnar vill
Eggert Aron nýtur sín í Bergen - „Freysi hefur treyst mér fyrir hlutunum“
Krefjandi fyrir Kjartan hjá Aberdeen - „Maður er að læra á hverjum degi“
Benoný Breki ætlar upp um deild með Stockport - „Þetta er alvöru klúbbur“
Logi Hrafn ekki ánægður með sína stöðu í Króatíu - „Aldrei sáttur á bekknum“
Gísli Gotti: Besta sem maður getur hugsað sér sem íslenskur fótboltamaður
Elías um samkeppnina við Hákon: Þægilegra samband en á flestum öðrum stöðum
Brynjólfur: Þegar maður spilar vel býst maður við að vera hérna
Rúnar: Ég veit ekki alveg yfir hverju þeir voru að kvarta
Túfa um dómgæsluna: Bara engan veginn rangstaða, ekki nálægt því
„Djöfull er þetta skemmtilegt, svona á þetta að vera“
Guðmundur Baldvin missti ekki trúnna: Ég var manna slakastur inn í klefa í hálfleik
„Virðist ekki hjálpa okkur að vera manni fleiri“
Dóri Árna: Viljandi ákvað að horfa ekki á þetta aftur
Davíð Smári: Fótboltinn gefur og tekur frá þér
Jökull með skilaboð til stuðningsmanna - „Fólk fari að mæta og taki þátt í spennandi titilbaráttu með okkur"
   mán 15. júlí 2019 22:31
Stefán Marteinn Ólafsson
Kjartan Stefáns: Við erum ógurlegt gervigras lið
Kvenaboltinn
Kjartan Stefánsson þjálfari Fylkis
Kjartan Stefánsson þjálfari Fylkis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkisstúlkur heimsóttu Keflavík suður með sjó þegar lokið var við 9.Umferð Pepsi Max deildar kvenna.
Fyrir leikinn höfðu Fylkir haft fínasta tak á Keflvíkingum en það átti eftir að breytast í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  0 Fylkir

„Svekkjandi, fúlar yfir þessu tapi en það er alveg klárt að Keflvíkingar voru betri en við í dag." Sagði Kjartan Stefánsson þjálfari Fylkis eftir leikinn í dag.

„Ég held að við höfum bara að við höfum ekki komið nógu ákveðnar til leiks, ég held að það hafi verið. Við ætluðum okkur að vera mjög ákveðnar í dag, ég held að ákveðnin hafi unnið þennan leik."

Fylkisstelpur hafa ekki verið að uppskera mikið í síðustu leikjum en til að mynda hafa þær núna einungis fengið eitt stig úr síðustu sex leikjum sínum í Pepsi Max deildinni en er of snemmt að fara tala um krísu?
„Það er alveg áhyggjuefni en svona það er kannski bara að klára ekki leikina með góðum skotum á markið, við hittum bara markmanninn svolítið vel i dag, hún greip þetta allt. Við fengum ágætis tækifæri til þess að  gera betur en kláruðum kannski ekki á síðasta þriðjung nógu vel.
„Nei það er enginn krísa, við erum alveg laus við það. Við töluðum alveg um það í fyrra þegar við vorum í Inkasso að ef við færum upp gætum við alveg eins farið aftur niður og þá förum við bara aftur upp og þegar maður er að vesenast eitthvað svona í ungu liði, ég held ég sé með nokkrar þarna sem eru nýbúnar að klára tíunda bekk sem eru að spila í Pepsi deildinni og það er til að mynda bara markmaðurinn okkar, hún þarf að skólast aðeins til alveg eins og hinir leikmennirnir, ég held bara að heilt yfir skulum við ekki tala um krísu en við erum samt alveg hugsi. Það er alveg klárt."


„Mér fannst leikurinn sem slíkur ekki alveg okkar en hvort það er grasið ég veit það ekki, við erum ógurlegt gervigras lið."

Nánar er rætt við Kjartan Stefánsson þjálfara Fylkis í spilaranum hér að ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir