Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
Pétur: Allt öðruvísi en gegn Víkingum
Fyrirliðinn ánægður með fyrsta sigurinn - „Þvílíkur bónus að koma marki inn í lokin"
   mán 15. júlí 2019 22:31
Stefán Marteinn Ólafsson
Kjartan Stefáns: Við erum ógurlegt gervigras lið
Kjartan Stefánsson þjálfari Fylkis
Kjartan Stefánsson þjálfari Fylkis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkisstúlkur heimsóttu Keflavík suður með sjó þegar lokið var við 9.Umferð Pepsi Max deildar kvenna.
Fyrir leikinn höfðu Fylkir haft fínasta tak á Keflvíkingum en það átti eftir að breytast í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  0 Fylkir

„Svekkjandi, fúlar yfir þessu tapi en það er alveg klárt að Keflvíkingar voru betri en við í dag." Sagði Kjartan Stefánsson þjálfari Fylkis eftir leikinn í dag.

„Ég held að við höfum bara að við höfum ekki komið nógu ákveðnar til leiks, ég held að það hafi verið. Við ætluðum okkur að vera mjög ákveðnar í dag, ég held að ákveðnin hafi unnið þennan leik."

Fylkisstelpur hafa ekki verið að uppskera mikið í síðustu leikjum en til að mynda hafa þær núna einungis fengið eitt stig úr síðustu sex leikjum sínum í Pepsi Max deildinni en er of snemmt að fara tala um krísu?
„Það er alveg áhyggjuefni en svona það er kannski bara að klára ekki leikina með góðum skotum á markið, við hittum bara markmanninn svolítið vel i dag, hún greip þetta allt. Við fengum ágætis tækifæri til þess að  gera betur en kláruðum kannski ekki á síðasta þriðjung nógu vel.
„Nei það er enginn krísa, við erum alveg laus við það. Við töluðum alveg um það í fyrra þegar við vorum í Inkasso að ef við færum upp gætum við alveg eins farið aftur niður og þá förum við bara aftur upp og þegar maður er að vesenast eitthvað svona í ungu liði, ég held ég sé með nokkrar þarna sem eru nýbúnar að klára tíunda bekk sem eru að spila í Pepsi deildinni og það er til að mynda bara markmaðurinn okkar, hún þarf að skólast aðeins til alveg eins og hinir leikmennirnir, ég held bara að heilt yfir skulum við ekki tala um krísu en við erum samt alveg hugsi. Það er alveg klárt."


„Mér fannst leikurinn sem slíkur ekki alveg okkar en hvort það er grasið ég veit það ekki, við erum ógurlegt gervigras lið."

Nánar er rætt við Kjartan Stefánsson þjálfara Fylkis í spilaranum hér að ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner