Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   sun 16. september 2018 19:36
Matthías Freyr Matthíasson
Bjössi Hreiðars truflaður í viðtali
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fréttaritari Fótbolta.net var rétt nýbyrjaður að taka viðtal við Sigurbjörn Hreiðarsson aðstoðarþjálfara Vals eftir 5 - 1 sigur á ÍBV þegar Kristján Guðmundsson þjálfari ÍBV kom og truflaði viðtalið.

„Já mjög góður sigur. Við vorum ánægðir með þetta. Við náttúrlega lendum undir en okkur fannst fyrri hálfleikurinn spilast fínt samt sem áður"

Lestu um leikinn: Valur 5 -  1 ÍBV

„Við höfum áður verið undir í hálfleik og menn vita það að við þurfum allan leikinn að vera klárir og við vorum það svo sannarlega í seinni hálfleik og þá opnuðust flóðgáttir á tíu mínútna kafla sem var glæsilegt.

Það gefur augaleið ef skólastærðfræðin svíkur mig ekki að þá vorum við stigi á undan Stjörnunni fyrir þennan leik og ef við hefðum ekki unnið að þá hefðum við bara verið stigi eða tveimur á undan og þeir eiga leik inni. Það er algjörlega ljóst mál að þegar svona lítið er eftir að þá skiptir miku máli að vinna þá leiki sem þú ferð í þegar þú ert í svona tight baráttu."


Það verður erfiður leikur á móti FH um næstu helgi.

„Jáhá það hafa verið erfiðir leikir á móti FH í gegnum tíðina og sérstaklega í Krikanum eru þeir mjög sterkir og hafa verið. Eins og ég hef sagt allan tímann að þá er FH með frábæra leikmenn. Það er alltaf verið að tala um okkar hóp sem er náttúrlega líka frábær en FH er ekki síðri og eru með hörkuhóp og frábæran þjálfara. Alltaf þegar spilað er við FH er mjög erfitt verkefni að fara í"
Athugasemdir
banner
banner
banner