Anderson til United? - Arsenal í viðræðum við lykilmenn - Tveir á förum frá United - 18 ára vekur athygli
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
Bjarni Jó: Getum sjálfum okkur um kennt
Völsungur áfram í Lengjudeildinni þvert á allar spár - „Tilfinningin er ótrúlega sæt"
Gústi Gylfa: Hann átti stjörnumóment síðustu tíu
   sun 16. september 2018 19:36
Matthías Freyr Matthíasson
Bjössi Hreiðars truflaður í viðtali
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fréttaritari Fótbolta.net var rétt nýbyrjaður að taka viðtal við Sigurbjörn Hreiðarsson aðstoðarþjálfara Vals eftir 5 - 1 sigur á ÍBV þegar Kristján Guðmundsson þjálfari ÍBV kom og truflaði viðtalið.

„Já mjög góður sigur. Við vorum ánægðir með þetta. Við náttúrlega lendum undir en okkur fannst fyrri hálfleikurinn spilast fínt samt sem áður"

Lestu um leikinn: Valur 5 -  1 ÍBV

„Við höfum áður verið undir í hálfleik og menn vita það að við þurfum allan leikinn að vera klárir og við vorum það svo sannarlega í seinni hálfleik og þá opnuðust flóðgáttir á tíu mínútna kafla sem var glæsilegt.

Það gefur augaleið ef skólastærðfræðin svíkur mig ekki að þá vorum við stigi á undan Stjörnunni fyrir þennan leik og ef við hefðum ekki unnið að þá hefðum við bara verið stigi eða tveimur á undan og þeir eiga leik inni. Það er algjörlega ljóst mál að þegar svona lítið er eftir að þá skiptir miku máli að vinna þá leiki sem þú ferð í þegar þú ert í svona tight baráttu."


Það verður erfiður leikur á móti FH um næstu helgi.

„Jáhá það hafa verið erfiðir leikir á móti FH í gegnum tíðina og sérstaklega í Krikanum eru þeir mjög sterkir og hafa verið. Eins og ég hef sagt allan tímann að þá er FH með frábæra leikmenn. Það er alltaf verið að tala um okkar hóp sem er náttúrlega líka frábær en FH er ekki síðri og eru með hörkuhóp og frábæran þjálfara. Alltaf þegar spilað er við FH er mjög erfitt verkefni að fara í"
Athugasemdir