
„Ég er mjög sáttur. Frábær liðsheild í dag og mikil samheldni í þessu hjá okkur. Það var kveikt á okkur frá byrjun og ég er ánægður með hvernig við náðum að halda boltanum," segir Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, eftir sannfærandi bikarsigur í dag.
Lestu um leikinn: Afturelding 5 - 0 Höttur/Huginn
Elmar Kári Enesson Cogic skoraði fyrsta mark leiksins en hann er að komast í betri gír eftir að hafa verið meiddur.
„Hann er að koma vaxandi inn í þetta, hefur verið talsvert meiddur í vetur en komið inná í leikjunum tveimur í Bestu deildinni. Á góða frammistöðu í dag og er að komast í betra form. Eðlilega var hann aðeins eftirá en er vaxandi," segir Magnús.
Bróðir Elmars, Enes Þór Enesson Cogic, skoraði seinna markið og það var Elmar sem átti stoðsendinguna.
„Það var gaman að sjá Elmar leggja upp á yngri bróður sinn í öðru markinu. Enes átti frábæra frammistöðu á miðjunni í sínum fyrsta byrjunarliðsleik í alvöru mótsleik."
Magnús segist brattur fyrir framhaldinu og að liðið þurfi að læra hratt nú þegar það er komið í Bestu deildina. Sjáðu viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir