Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
   fim 17. apríl 2025 18:15
Elvar Geir Magnússon
Magnús Már: Gaman að sjá hann leggja upp á yngri bróður sinn
Magnús Már Einarsson.
Magnús Már Einarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög sáttur. Frábær liðsheild í dag og mikil samheldni í þessu hjá okkur. Það var kveikt á okkur frá byrjun og ég er ánægður með hvernig við náðum að halda boltanum," segir Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, eftir sannfærandi bikarsigur í dag.

Lestu um leikinn: Afturelding 5 -  0 Höttur/Huginn

Elmar Kári Enesson Cogic skoraði fyrsta mark leiksins en hann er að komast í betri gír eftir að hafa verið meiddur.

„Hann er að koma vaxandi inn í þetta, hefur verið talsvert meiddur í vetur en komið inná í leikjunum tveimur í Bestu deildinni. Á góða frammistöðu í dag og er að komast í betra form. Eðlilega var hann aðeins eftirá en er vaxandi," segir Magnús.

Bróðir Elmars, Enes Þór Enesson Cogic, skoraði seinna markið og það var Elmar sem átti stoðsendinguna.

„Það var gaman að sjá Elmar leggja upp á yngri bróður sinn í öðru markinu. Enes átti frábæra frammistöðu á miðjunni í sínum fyrsta byrjunarliðsleik í alvöru mótsleik."

Magnús segist brattur fyrir framhaldinu og að liðið þurfi að læra hratt nú þegar það er komið í Bestu deildina. Sjáðu viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner