Aké hafnar West Ham - Johnson að skrifa undir hjá Palace - Úrvalsdeildarfélög vilja Nwaneri - Man Utd skoðar Mateta - Vuskovic vekur áhuga
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
   sun 17. júní 2018 15:00
Magnús Már Einarsson
Rúnar Vífill: Ræddum hvernig í ósköpunum þetta gæti verið
Icelandair
Félagarnir Rúnar Vífill og Siggi Dúlla.
Félagarnir Rúnar Vífill og Siggi Dúlla.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Vífill Arnarson landsliðsnefndarmaður er kominn til Rússlands seinna en til stóð en hann missti af fyrstu dögum íslenska liðsins í Rússlandi vegna veikinda.

Hann er þó allur að braggast og kom til Rússlands á föstudaginn, degi fyrir leikinn gegn Argentínu.

„Það var frábært að upplifa þetta. Þetta er ein af stærstu stundum knattspyrnusögunnar, að ná jafntefli gegn Argentínu á stóra sviðinu á HM, það er ólýsanlegt," sagði Rúnar Vífill sem hafði alls ekki viljað missa af leiknum.

Hann var vongóður fyrir leikinn og segir strákana hafa verið gríðarlega fókuseraða.

„Í sjálfum sér kom þetta manni ekkert gríðarlega á óvart. Þeir voru vel gíraðir og Heimir var búinn að undirbúa þá vel."

Það kom mörgum í opna skjöldu hversu gríðarlega fjölmennir Argentínumenn voru í stúkunni miðað við Íslendinga en fjölmargir Íslendingar sem höfðu áhuga á að fara á leikinn fengu ekki miða.

Rúnar Vífill segist ekki hafa neinar skýringar á því hvernig á þessu stendur.

„Við vorum einmitt að ræða það í gær hvernig í ósköpunum þetta gæti verið með þessum þætti, miðað við þær upplýsingar og reglur sem við fengum í hendurnar og þetta kom okkur í opnar skjöldur," sagði Rúnar sem segir að þetta sé í höndum formanns og framkvæmdastjóra KSÍ að komast til botns í málinu.

Viðtalið í heild sinni við Rúnar Vífil má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner