ÍA er skyndilega aðeins einu stigi á eftir toppliði Aftureldingar en Skagamenn pökkuðu Ægismönnum saman 4-0 í gær. Jón Þór Hauksson er þjálfari 17. umferðar Lengjudeildarinnar og þá eiga Skagamenn þrjá leikmenn í úrvalsliðinu.
Hinn tvítugi Breki Þór Hermannsson lagði upp tvö mörk og Pontus Lindgren stóð vaktina vel í vörninni. Svo er það að sjálfsögðu...
Leikmaður umferðarinnar:
Viktor Jónsson
„Viktor er besti framherjinn í þessari deild. í þessari deild ertu tryggður í kringum 20 mörk frá honum. í dag setti hann tvö og hefði átt að skora fleiri en heppnin var ekki með honum," skrifaði Kjartan Leifur Sigurðsson, fréttamaður Fótbolta.net, um Viktor Jónsson sem er markahæstur í deildinni með 17 mörk, þremur mörkum meira en næsti maður. Í annað sinn í sumar er hann valinn leikmaður umferðarinnar.
Hinn tvítugi Breki Þór Hermannsson lagði upp tvö mörk og Pontus Lindgren stóð vaktina vel í vörninni. Svo er það að sjálfsögðu...
Leikmaður umferðarinnar:
Viktor Jónsson
„Viktor er besti framherjinn í þessari deild. í þessari deild ertu tryggður í kringum 20 mörk frá honum. í dag setti hann tvö og hefði átt að skora fleiri en heppnin var ekki með honum," skrifaði Kjartan Leifur Sigurðsson, fréttamaður Fótbolta.net, um Viktor Jónsson sem er markahæstur í deildinni með 17 mörk, þremur mörkum meira en næsti maður. Í annað sinn í sumar er hann valinn leikmaður umferðarinnar.
Á sama tíma gerði Afturelding jafntefli gegn Vestra 2-2 eftir að hafa lent tveimur mörkum undir. Varnarmenn Aftureldingar réðu ekkert við Silas Songani sem var með mark og stoðsendingu.
Fjölnir er í þriðja sæti en liðið gerði 3-3 jafntefli við Gróttu í dramatískum leik. Sigurður Steinar Björnsson skoraði og lagði upp fyrir Gróttu. Dagur Ingi Axelsson var hættulegasti leikmaður Fjölnis.
Grindavík stöðvaði sigurgöngu Leiknis með 1-0 sigri. Sigurjón Rúnarsson miðvörður Grindavíkur var maður leiksins en Patryk Hryniewicki miðvörður Leiknis er einnig í liði umferðarinnar.
Þór nálgast umspilssæti eftir 2-1 sigur gegn Þrótti. Aron Birkir Stefánsson markvörður Þórs varði vítaspyrnu og fjölmörg skot sem komu á hann auk þess að eiga teiginn í fyrirgjöfum. Marc Rochester Sörensen lagði upp bæði mörk Þórs.
Rafael Victor heldur áfram á flugi og er í úrvalsliðinu fjórðu umferðina í röð! Hann skoraði tvö mörk fyrir Njarðvík sem vann 3-2 útisigur gegn Selfossi. Gunnar Heiðar Þorvaldsson heldur áfram að gera frábæra hluti með Njarðvík.
Lið umferðarinnar:
16. umferð - Gísli Laxdal Unnarsson (ÍA)
15. umferð - Omar Sowe (Leiknir)
14. umferð - Viktor Jónsson (ÍA)
13. umferð - Elmar Kári Cogic (Afturelding)
12. umferð - Daníel Finns Matthíasson (Leiknir)
10. umferð - Þorsteinn Aron Antonsson (Selfoss)
9. umferð - Elmar Kári Cogic (Afturelding)
8. umferð - Símon Logi Thasapong (Grindavík)
7. umferð - Arnór Gauti Ragnarsson (Afturelding)
6. umferð - Aron Elí Sævarsson (Afturelding)
5. umferð - Sigurjón Daði Harðarson (Fjölnir)
4. umferð - Axel Freyr Harðarson (Fjölnir)
3. umferð - Sam Hewson (Þróttur)
2. umferð - Valdimar Jóhannsson (Selfoss)
1. umferð - Guðjón Pétur Lýðsson (Grindavík)
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir