"Ég er svekktur með niðurstöðuna. Mér fannast við ekki gera nógu vel í fyrri hálfleik en seinni hálfleikur var frábær hjá okkur," sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, eftir 2-1 tap gegn Fram í dag.
Lestu um leikinn: Fram 2 - 1 KA
"Við sköpuðum fullt af færum og hefðum átt að skora fleiri mörk. Við hefðum líka átt að fá pjúra víti í stöðunni. 1-1. Svekkjandi að fá mark úr skyndisókn á 90. mínútu."
KA jafnaði leikinn með marki úr víti. Örfáum mínútum seinna vildi KA svo fá annað víti. "Ég treysti Pétri alveg fyrir þessu. Ef honum hefði þótt þetta vera víti hefði hann dæmt það þó svo hann hafi dæmt víti skömmu áður. Ég hélt hann myndi dæma en hann gerði það ekki og það er svekkjandi."
Daníel Hafsteinsson fékk rautt spjald undir lok leiksins fyrir kjaftbrúk.
"Þetta var seinna gula. Hann sagði eitthvað við dómarann sem var búinn að aðvara hann áður. Hann hefði mátt vera skynsamari því við missum hann í næsta leik."
Allt viðtalið við Hallgrím má sjá í spilaranum hér að ofan.