Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
   sun 20. ágúst 2023 20:24
Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Páll: Hætta þessu grenji maður
Rúnar Páll Sigmundsson.
Rúnar Páll Sigmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Við þurftum að spila alvöru vörn og gefa ekki mikil færi á okkur. Við erum búnir að tapa mörgum leikjum og það er ekkert sérstaklega góð tilfinning að tapa, við reyndum því hvað við gátum að fá fram sigur," sagði Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis eftir 0 - 1 sigur liðsins á ÍBV í eyjum í dag.


Lestu um leikinn: ÍBV 0 -  1 Fylkir

„Við skorum yfirleitt mörk í leikjunum og ég er ánægður með að halda hreinu, en ÍBV skapaði ekkert mikið á móti okkur. Voru með mikið af löngum boltum, seinni boltum og löng innköst. Mér fannst við ráða ágætlega við það en við vorum samt ekki að fá á okkur færi eða opnanir. Þetta var stöðubarátta allan leikinn, við nýttum þetta fasta leikatriði vel sem við fengum. Þetta gat farið þannig báðum megin en við nýttum okkar vel og Orri var aleinn inni í teig og gerði það feykivel. Óli Kalli átti líka skot eftir aukaspyrnu og eitthvað svona. Þannig voru færin, við vorum ekki að spila okkur í gegnum vörnina þeirra og þeir ekki heldur hjá okkur. Þetta var þannig leikur og ég get ekki verið ánægðari að fá þrjú stig, við þurftumm á því að halda og það var kærkomið fyrir okkur."

Ég sat rétt hjá þér og sá alveg að þér var mikið létt þegar markið kom, og fagnaðir mikið?

„Það er svo gott að vinna fótboltaleiki. Þegar þetta mark kom vissi ég að við myndum taka þetta. Þeir voru alveg aggresívir á móti okkur eftir að við skoruðum og voru að dæla löngum boltum inn. Það gerðist samt ekkert nema þeir fengu einhver horn. Jafntefli hér hefði alveg verið ágætis úrslit á erfiðum útivelli á móti með liði með jafnmörg stig og við en sigurinn var æðislegur og við fögnum honum vel og innilega."

Orri sagði mér að það hafi mótiverað menn að hugsa um 4-0 tapið gegn Stjörnunni í síðustu umferð.

„Við töluðum aðeins um Stjörnuleikinn daginn eftir og fórum aðeins yfir það. Hann er búinn og það sem fór fram þar er bara á milli okkar. Það er algjör óþarfi að sýna marga þannig leiki þar sem við erum kaffærðir og yfirspilaðir og enginn andi sem er ólíkt okkur."

Fyrirfram var auðvitað vitað að leikurinn við ÍBV væri einn af stóru leikjum sumarsins, eins og við liðin í kringum ykkur?

„Það er bara svoleiðis, við tökum þennan og næst eigum við KR á erfiðum útivelli. Við verðum að hafa sama vinnuframlag og í þessum leik, vera þolinmóðir og skipulagðir."

En fyrst ég sat hliðina á þér þá heyrði ég líka þegar þú skammaði Svein Gísla Þorkelsson eftir markið fyrir að liggja meiddur á vellinum, og sagði það væl bara til að láta hella vatni á fótinn.

„Nei... að byrja svo leikinn aftur einum færri. Ég skil þetta bara ekki þegar mann fá smá spark að þurfa að láta setja smá vatn á sig. Bara til að tefja og fara útaf. Menn stíga bara í lappirnar og áfram gakk nema menn brotni eða snúi sig illa. Hætta þessu grenji maður."


Athugasemdir
banner
banner
banner