Skærasta stjarna ítalska landsliðsins á EM er á óskalista enskra félaga og áhugi Man Utd á leikmanni Barcelona minnkar
Kveðjuleikur Viktors Bjarka: Erfitt að kveðja - Stærra verkefni sem bíður
Rúnar Kristins: Maður fær ekki alltaf það sem maður á skilið
„Litum út fyrir að vera algjörir neðri deildar leikmenn að bíða eftir að komast í eitthvað Domino's tilboð"
Magnús Már: Hef svo ótrúlega trú á þessum hóp og þessum strákum
Arnar staðfestir áhuga á Guðmundi Andra: Við höfum talað við hann
Halli Hróðmars: Mér er drullusama fyrir hverjum ég tapa
Liam öðruvísi leikmaður en faðir sinn - „Ég er bara með markanef"
Dragan: Ekki nóg að þrír séu góðir af ellefu
Fullkomin byrjun Óla Hrannars: Góðir fótboltamenn og líka harðduglegir
Árni Freyr: Við lítum á þetta sem tvö töpuð stig
Chris Brazell: Ég þarf að horfa á sjálfan mig og reyna að bæta mig
Siggi Höskulds: Þessi leikur mjög nálægt því að ráðast á einhverjum að renna
Úlfur: Í seinni hálfleik þá fannst mér miklu meiri orka og fókus
Óli Kristjáns: Gerast verri hlutir í lífinu
Pétur Péturs: Hún er ekki lengur efnileg
Arnar Grétars: Þetta var í rauninni í alla staði mjög skrítið
Eru í þessu til að berjast um titla - „Planar ekki að skora úr hornspyrnu"
Jóhann Kristinn: Ræðst á einhverju rugli í restina
Írena skoraði beint úr hornspyrnu - „Búin að vera reyna þetta"
Steinar Þorsteins: Nýbúinn að fá krampa og heppinn að drífa á markið
   fös 21. júlí 2023 21:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fjölnisvellinum
Úlfur Arnar: Eru með mjög sterkt og rándýrt lið
Sáttur með svarið eftir vonbrigðin í síðasta leik
Lengjudeildin
Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis.
Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Fjölnir er í öðru sæti Lengjudeildarinnar.
Fjölnir er í öðru sæti Lengjudeildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þetta var framúrskarandi frammistaða hjá strákunum í dag," sagði Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis, eftir 5-1 sigur gegn Ægi á heimavelli í kvöld.

Lestu um leikinn: Fjölnir 5 -  1 Ægir

Þetta var gott svar hjá Fjölnismönnum eftir að hafa tapað niður tveggja marka forskoti gegn Þrótti í síðasta leik.

„Við áttum mjög gott samtal og strákarnir stigu rosalega mikið upp. Maður sá það strax inn í klefa fyrir leik og í upphituninni, við sáum hvað í stefndi og þeir eiga hrós skilið fyrir það hvernig þeir svöruðu þessu frá því síðasta."

„Við töluðum saman um það að við værum ekki besta útgáfan af okkur sjálfum. Okkur fannst vanta meira hugarfar í okkur, að líta aðeins stærra á okkur."

Rosalegur meðbyr með þeim
Fjölnir er í öðru sæti, níu stigum á eftir Aftureldingu. Það eru níu leikir eftir en Fjölnismenn eru ekki búnir að gefa upp vonina á því að ná efsta sætinu og fara beint upp.

„Auðvitað, við ætlum ekkert að hætta fyrr en það er tölfræðilega ómögulegt. Afturelding hefur staðið sig gríðarlega vel, þeir spila vel og standa sig ofboðslega vel. En það er líklega rosalegur meðbyr með þeim og margt að falla með þeim, hlutir sem þú hefur ekki stjórn; dómgæsla, hvar boltinn er að detta inn í teig og svona. Allt hrós til þeirra en þetta er eins og City eða Liverpool, tapa varla stigi. Ef það kemur tuska í andlitið á þeim þá verðum við að sjá hvernig þeir takast á við það. Ef þeir takast illa á við það, þá reynum við okkar besta að ná þeim. En ef okkar örlög verða að fara í úrslitakeppnina, þá tæklum við það bara."

Aftureldingu var spáð um miðja deild fyrir leiktíð en er með gott forskot á toppnum og stefnir hraðbyrði upp í Bestu deildina.

„Maður bjóst ekki alveg við þessu, en ég bjóst svo sannarlega við að þeir yrðu öflugir. Við héldum kvöld fyrir okkar sterkustu bakhjarla fyrir mót og þar sagði ég það að fjögur lið gætu unnið deildina og ég nefndi Aftureldingu þar. Menn þurfa samt að átta sig á því að Afturelding er með mjög sterkt og rándýrt lið, þetta er eitt dýrasta liðið í deildinni. Þeir ná í leikmann úr úkraínsku úrvalsdeildinni, Arnór Gauta frá Noregi og Rasmus kemur til þeirra. Þetta er mjög sterkt lið, fólk þarf að átta sig á því. Þeir eru vel að þessu komnir en við sjáum hvað setur," sagði Úlfur en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.

Afturelding vann ótrúlegan 9-0 sigur á Selfossi í kvöld og það virðist fátt geta stöðvað þá í augnablikinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner