Salah aftur til Roma - Bruno Fernandes á förum? - Sterling til West Ham - Goretzka í enskt stórlið?
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
   lau 21. september 2019 16:52
Baldvin Már Borgarsson
Adda Baldurs: Gaman að vinna titla
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Adda var eðlilega gríðarlega sátt með enn einn Íslandsmeistaratitilinn en hún hefur unnið þá nokkra, í þetta skiptið var hún að vinna hann í fyrsta sinn með Val eftir að hafa ekki unnið í tvö ár.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  2 Keflavík

Fyrsta árið þitt hjá Val og fyrsti titillinn, eru titlarnir að elta þig?

„Já ég veit það ekki, mér finnst gaman að vinna titla og hef ekki unnið seinustu tvö ár, mig var farið að hungra í að vinna eitthvað og ég er mjög sátt með að hafa komið hingað.''

Var þetta aldrei stress?

„Nei í sannleika sagt þá var ég aldrei stressuð, ég er viss um að fólkið í stúkunni og þjálfararnir á hliðarlínunni voru stressaðari en við, mér fannst tilfinningin inná vellinum vera þannig að við værum alltaf að fara að sigla þessu þó svo að frammistaðan hafi ekki verið sú besta.''

Var það kannski reynslan sem skilaði þessu?

„Já Elliheimilið Grund eins og einhverjir vilja kalla okkur, við erum með nokkurhundruð landsleiki á bakinu svo við hljótum að geta klárað svona verkefni.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan, en þar ræðir Adda betur um leikinn, titlana og svo framhaldið en hún hefur verið orðuð við Þór/KA undanfarin ár þar sem Almarr Ormarsson, kærasti Öddu spilar fyrir norðan með KA.
Athugasemdir
banner
banner