
„Mikil gleði, hörku leikur gegn mjög sterku liði Kórdrengja. Ég er gríðarlega ánægður með strákanna og allt liðið.” sagði Þorlákur Már Árnason þjálfari Þórs Akureyri eftir dramatískan 4-2 sigur gegn Kórdrengjum.
„Við höfum verið að spila mjög vel í síðustu fjórum leikjum. Bara síðan við fengum Ion og Alexander inn, þá er bara gjörbreyting á liðinu. Ég er sérstaklega ánægður því Aron Ingi Magnússon er á leið í atvinnumennsku og var að spila sinn síðasta leik.’’
Lestu um leikinn: Kórdrengir 2 - 4 Þór
Tölum aðeins um dómgæsluna í leiknum, hvernig fannst þér hún?
„Mér fannst öll þessi minni atriði falla með Kórdrengjum í dag. Ég get ímindað mér það að menn eru smeykir við að dæma þegar leikmenn eru öskrandi á hann allan leikinn. Ég hefði viljað fá fleiri rauð spjöld á Kórdrengi.’’
Viðtalið í heild sinni er hægt að sjá hér að ofan.