Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 22. október 2019 05:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Meistaradeildin í dag - Tottenham þarf nauðsynlega að sigra Rauðu Stjörnuna
Fimm leikir í beinni.
Tottenham komst í úrslitaleikinn á síðustu leiktíð en hefur byrjað, reyndar líkt og þá, illa í riðlinum á þessari leiktíð.
Tottenham komst í úrslitaleikinn á síðustu leiktíð en hefur byrjað, reyndar líkt og þá, illa í riðlinum á þessari leiktíð.
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo í leik gegn Atletico í haust. Liðin eru á toppi D-riðils.
Cristiano Ronaldo í leik gegn Atletico í haust. Liðin eru á toppi D-riðils.
Mynd: Getty Images
Þriðja umferðin í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hefst í dag. Þá er leikið í Riðlum A,B,C og D. Átta leikir fara fram í dag og átta á morgun.

Tveir leikir hefjast klukkan 16:55. Annars vegar hefst leikur í Úkraínu þegar Dinamo Zagreb mætir Shakhtar Donetsk í C-riðli og þá kemur Bayer Leverkusen í heimsókn á Wanda Metropolitano leikvanginn í Madrid í D-riðli.

Shakhtar og Dinamo eru jöfn með þrjú stig en Manchester City leiðir C-riðilinn með sex stig. City tekur á móti botnliði Atalanta sem hefur farið illa af stað.

Í D-riðli eru Juventus og Atletico jöfn með fjögur stig og Lokomotiv er með þrjú stig. Bayer Leverkusen er á botni riðilsins án stiga. Juventus fær Lokomotiv frá Moskvu í heimsókn í hinum leik riðilsins.

Real Madrid hefur farið einstaklega illa af stað í A riðli en liðið er með eitt stig á botni riðilsins. Liðið heimsækir Galatasaray í kvöld sem einnig hefur eitt stig. PSG fer til Belgíu og mætir Club Brugge í hinum leik riðilsins en PSG leiðir riðilinn með sex stig.

Í B-riðli heimsækir Bayern Munchen lið Olympiakos. Bayern er með fullt hús stiga á toppi riðilsins. Tottenham og Olympiakos eru jöfn með eitt stig í 3. og 4. sæti riðilsins. Tottenham fær Rauðu Stjörnuna í heimsókn.

Alls fimm leikir verða í beinni útsendingu á rásum Stöð 2 Sport.

Meistadeildin - Leikir kvöldsins

Riðill A
19:00 Galatasaray - Real Madrid Í beinni
19:00 Club Brugge - PSG

Riðill B
19:00 Olympiakos - Bayern
19:00 Tottenham - Rauða stjarnan Í beinni

Riðill C
16:55 Shakhtar D - Dinamo Zagreb
19:00 Man City - Atalanta Í beinni

Riðill D
16:55 Atletico Madrid - Leverkusen Í beinni
19:00 Juventus - Lokomotiv Í beinni
Athugasemdir
banner
banner
banner