Dalvík/Reynir og Þróttur Vogum gerðu 1-1 jafntefli í fyrstu umferð 2. deildar karla um helgina. Þróttarar komu boltanum í netið í uppbótartíma og fögnuðu innilega enda héldu þeir að sigurmarkið væri í höfn.
En Valdimar Pálsson dómari leiksins og hans aðstoðarmenn voru ekki á sama máli. Eftir fundarhöld dæmdu þeir markið af og heimamenn í Dalvík/Reni náðu í stig.
Fjallað var um atvikið, sem sjá má í sjónvarpinu hér að ofan, í Ástríðunni, hlaðvarpsþætti um neðri deildirnar.
En Valdimar Pálsson dómari leiksins og hans aðstoðarmenn voru ekki á sama máli. Eftir fundarhöld dæmdu þeir markið af og heimamenn í Dalvík/Reni náðu í stig.
Fjallað var um atvikið, sem sjá má í sjónvarpinu hér að ofan, í Ástríðunni, hlaðvarpsþætti um neðri deildirnar.
„Aðalatvikið í þessum leik er rosalega umdeildur dómur. Markvörður Dalvíkur er með boltann og ætlar að sparka honum fram en boltinn endar í bakinu á Þróttara sem er á leið til baka. Boltinn fer til Þróttara sem skora og halda að þeir séu að taka sigurinn. Þá tekur við 2-3 mínútna umræða hjá dómaranum og línuverðinum sem endar með því að þeir dæma brot á Þróttarann sem fékk boltann í bakið," segir Sverrir Mar Smárason í þættinum.
Dómararnir hafa talið að leikmaður Þróttar hafi viljandi verið að fara fyrir markvörðinn. Sverrir og Óskar Smári Haraldsson telja að dómararnir hafi gert stór mistök.
„Ég er búinn að sjá video af þessu og finnst þetta stórundarlegt," segir Óskar og Sverrir bætir við:
„Ég hvet aðra dómara til að kíkja á þetta og læra af þessu. Eðlilega var mjög mikill pirringur í leikmönnum og þjálfarateymi Þróttar. Þeir voru rændir sigrinum en þeir geta samt sjálfum sér um kennt að hafa klúðrað víti fyrr í leiknum."
Hægt er að hlusta á Ástríðuna í spilaranum hér að neðan eða í gegnum Podcast forrit.
Athugasemdir