Stórlið á eftir Huijsen - Salah áfram hjá Liverpool - Arsenal reynir við Williams
„Þegar maður er farinn að deyfa bæði hnén til að geta æft ertu kominn á slæman stað"
Sá myndband í gær sem setti blóð á tennurnar - „Viljum hefna fyrir þetta"
„Ekkert stærsti aðdáandi þess að spila á Kópavogsvelli"
Sneri aftur í landsliðið eftir langa fjarveru - „Mótlætið styrkir mann"
Ekki unnið leik í tæpa tvo mánuði - „Skrítið og auðvitað ekki eins og við viljum hafa það"
Þurfti að bíta í neglurnar - „Mun meira stressandi"
Dóri Árna um Þorleif: Í draumaheimi væri það flott lausn
Aron Sig: Við erum með langbesta þjálfara landsins
Höskuldur um tilboð Brann: Heiður fyrir verðandi 31 árs krullhaus
Óskar Hrafn: Ömurleg staða fyrir íslenska knattspyrnuáhugamenn og Bestu deildina
Túfa: Markmiðið er klárlega að keppa um titilinn
Böddi: Erum kannski ekki beittustu hnífarnir í skúffunni
Gummi Magg: Klár ef allt gengur eftir í vikunni
Hörður Snævar: Setjum gjöf á diskinn þeirra
Alli Jói sáttur og glaður - „Mikilvægt að fá leiki á þessum tímapunkti"
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
   þri 23. júní 2020 12:04
Elvar Geir Magnússon
„Stórundarleg" dómgæsla á Dalvík - Sjáðu sigurmarkið sem dæmt var af
Valdimar Pálsson dómari.
Valdimar Pálsson dómari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dalvík/Reynir og Þróttur Vogum gerðu 1-1 jafntefli í fyrstu umferð 2. deildar karla um helgina. Þróttarar komu boltanum í netið í uppbótartíma og fögnuðu innilega enda héldu þeir að sigurmarkið væri í höfn.

En Valdimar Pálsson dómari leiksins og hans aðstoðarmenn voru ekki á sama máli. Eftir fundarhöld dæmdu þeir markið af og heimamenn í Dalvík/Reni náðu í stig.

Fjallað var um atvikið, sem sjá má í sjónvarpinu hér að ofan, í Ástríðunni, hlaðvarpsþætti um neðri deildirnar.

„Aðalatvikið í þessum leik er rosalega umdeildur dómur. Markvörður Dalvíkur er með boltann og ætlar að sparka honum fram en boltinn endar í bakinu á Þróttara sem er á leið til baka. Boltinn fer til Þróttara sem skora og halda að þeir séu að taka sigurinn. Þá tekur við 2-3 mínútna umræða hjá dómaranum og línuverðinum sem endar með því að þeir dæma brot á Þróttarann sem fékk boltann í bakið," segir Sverrir Mar Smárason í þættinum.

Dómararnir hafa talið að leikmaður Þróttar hafi viljandi verið að fara fyrir markvörðinn. Sverrir og Óskar Smári Haraldsson telja að dómararnir hafi gert stór mistök.

„Ég er búinn að sjá video af þessu og finnst þetta stórundarlegt," segir Óskar og Sverrir bætir við:

„Ég hvet aðra dómara til að kíkja á þetta og læra af þessu. Eðlilega var mjög mikill pirringur í leikmönnum og þjálfarateymi Þróttar. Þeir voru rændir sigrinum en þeir geta samt sjálfum sér um kennt að hafa klúðrað víti fyrr í leiknum."

Hægt er að hlusta á Ástríðuna í spilaranum hér að neðan eða í gegnum Podcast forrit.
Ástríðan - Rýnt í það sem gerðist í fyrstu umferð í 2. og 3. deild
Athugasemdir
banner