Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   þri 23. júní 2020 12:04
Elvar Geir Magnússon
„Stórundarleg" dómgæsla á Dalvík - Sjáðu sigurmarkið sem dæmt var af
Valdimar Pálsson dómari.
Valdimar Pálsson dómari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dalvík/Reynir og Þróttur Vogum gerðu 1-1 jafntefli í fyrstu umferð 2. deildar karla um helgina. Þróttarar komu boltanum í netið í uppbótartíma og fögnuðu innilega enda héldu þeir að sigurmarkið væri í höfn.

En Valdimar Pálsson dómari leiksins og hans aðstoðarmenn voru ekki á sama máli. Eftir fundarhöld dæmdu þeir markið af og heimamenn í Dalvík/Reni náðu í stig.

Fjallað var um atvikið, sem sjá má í sjónvarpinu hér að ofan, í Ástríðunni, hlaðvarpsþætti um neðri deildirnar.

„Aðalatvikið í þessum leik er rosalega umdeildur dómur. Markvörður Dalvíkur er með boltann og ætlar að sparka honum fram en boltinn endar í bakinu á Þróttara sem er á leið til baka. Boltinn fer til Þróttara sem skora og halda að þeir séu að taka sigurinn. Þá tekur við 2-3 mínútna umræða hjá dómaranum og línuverðinum sem endar með því að þeir dæma brot á Þróttarann sem fékk boltann í bakið," segir Sverrir Mar Smárason í þættinum.

Dómararnir hafa talið að leikmaður Þróttar hafi viljandi verið að fara fyrir markvörðinn. Sverrir og Óskar Smári Haraldsson telja að dómararnir hafi gert stór mistök.

„Ég er búinn að sjá video af þessu og finnst þetta stórundarlegt," segir Óskar og Sverrir bætir við:

„Ég hvet aðra dómara til að kíkja á þetta og læra af þessu. Eðlilega var mjög mikill pirringur í leikmönnum og þjálfarateymi Þróttar. Þeir voru rændir sigrinum en þeir geta samt sjálfum sér um kennt að hafa klúðrað víti fyrr í leiknum."

Hægt er að hlusta á Ástríðuna í spilaranum hér að neðan eða í gegnum Podcast forrit.
Ástríðan - Rýnt í það sem gerðist í fyrstu umferð í 2. og 3. deild
Athugasemdir
banner
banner