Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
   þri 23. júní 2020 12:04
Elvar Geir Magnússon
„Stórundarleg" dómgæsla á Dalvík - Sjáðu sigurmarkið sem dæmt var af
Valdimar Pálsson dómari.
Valdimar Pálsson dómari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dalvík/Reynir og Þróttur Vogum gerðu 1-1 jafntefli í fyrstu umferð 2. deildar karla um helgina. Þróttarar komu boltanum í netið í uppbótartíma og fögnuðu innilega enda héldu þeir að sigurmarkið væri í höfn.

En Valdimar Pálsson dómari leiksins og hans aðstoðarmenn voru ekki á sama máli. Eftir fundarhöld dæmdu þeir markið af og heimamenn í Dalvík/Reni náðu í stig.

Fjallað var um atvikið, sem sjá má í sjónvarpinu hér að ofan, í Ástríðunni, hlaðvarpsþætti um neðri deildirnar.

„Aðalatvikið í þessum leik er rosalega umdeildur dómur. Markvörður Dalvíkur er með boltann og ætlar að sparka honum fram en boltinn endar í bakinu á Þróttara sem er á leið til baka. Boltinn fer til Þróttara sem skora og halda að þeir séu að taka sigurinn. Þá tekur við 2-3 mínútna umræða hjá dómaranum og línuverðinum sem endar með því að þeir dæma brot á Þróttarann sem fékk boltann í bakið," segir Sverrir Mar Smárason í þættinum.

Dómararnir hafa talið að leikmaður Þróttar hafi viljandi verið að fara fyrir markvörðinn. Sverrir og Óskar Smári Haraldsson telja að dómararnir hafi gert stór mistök.

„Ég er búinn að sjá video af þessu og finnst þetta stórundarlegt," segir Óskar og Sverrir bætir við:

„Ég hvet aðra dómara til að kíkja á þetta og læra af þessu. Eðlilega var mjög mikill pirringur í leikmönnum og þjálfarateymi Þróttar. Þeir voru rændir sigrinum en þeir geta samt sjálfum sér um kennt að hafa klúðrað víti fyrr í leiknum."

Hægt er að hlusta á Ástríðuna í spilaranum hér að neðan eða í gegnum Podcast forrit.
Ástríðan - Rýnt í það sem gerðist í fyrstu umferð í 2. og 3. deild
Athugasemdir
banner