Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 23. nóvember 2020 12:00
Magnús Már Einarsson
Klopp brjálaður yfir leiktímum á Englandi
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, skaut föstum skotum á sjónvarpsstöðvarnar Sky Sports og BT eftir 3-0 sigurinn á Leicester í gær.

Leiktímar í ensku úrvalsdeildinni ráðast af beinum útsendingum hjá Sky og BT en Klopp hefur miklar áhyggjur af heilsu leikmanna. Liverpool spilar gegn Atalanta í Meistaradeildinni á miðvikudag áður en liðið leikur við Brighton í hádeginu á laugardag.

„Ef við höldum áfram að spila miðvikudag og laugardag klukkan 12:30 þá er ég ekki viss um að við endum tímabilið með 11 leikmenn inn á. Þetta er eins hjá öllum topp sex liðunum en ég veit að ykkur (sjónvarpsstöðvum) er sama og það er vandamálið," sagði Klopp við Sky.

Mikil meiðsli eru hjá Liverpool en Klopp var spurður að því af hverju hann geymdi tvær síðustu skiptingar sínar gegn Leicester þangað til á 89. mínútu í gær.

„Ástæðan fyrir því að við skiptum seint er sú að við erum alltaf að hugsa um að einhver gæti meiðst. Við getum ekki skipt snemma því ef við gerum það og einhver meiðist þá gætir þú endað leikinn með níu leikmenn," sagði Klopp.

„Þetta snýst allt um leikmenn. Þetta snýst um leikmenn enska landsliðsins. Þetta snýst um leikmennina sem spila á EM næsta sumar. Ef Sky og BT tala ekki saman þá er þetta búið fyrir okkur."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner