Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   mið 24. júní 2020 23:06
Anton Freyr Jónsson
Jói Kalli: Ekkert mörg lið í þessari deild sem ráða við þessa stráka
Jóhannes Karl Guðjónsson.
Jóhannes Karl Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Tryggvi Hrafn Haraldsson.
Tryggvi Hrafn Haraldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefán Teitur Þórðarson.
Stefán Teitur Þórðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í kvöld mættust Kórdrengir og ÍA í 32-liða úrslitum og fór leikurinn alla leið í framlengingu en Skagamenn skoruðu sigurmarkið seint í fyrri hálfleik framlengingar.

Lestu um leikinn: Kórdrengir 2 -  3 ÍA

Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA var sáttur með að vera komin áfram með sitt lið í 16-liða úrslit Mjólkurbikar karla

„Við vissum alveg að þetta yrði erfiður leikur, Kórdrengir eru virkilega vel skipulagðir og liggja þétt til baka og við sáum þá í síðasta leik í deildinni og þetta kom okkur ekkert á óvart."

Kórdrengir komast yfir snemma í leiknum og segir Jói að það hafi verið erfitt að brjóta þá niður eftir það mark

„Það kom mér svolítið á óvart hvernig við hleyptum þeim inn í leikinn snemma í byrjun með þessu marki og eftir það voru þeir enþá þéttari og enþá erfiðara að brjóta þá niður en ætlunarverkið tókst samt sem áður."

Tryggvi Hrafn og Stefán Teitur byrjuðu á bekknum og Óttar var ekki í hóp í dag og var Jói spurður hvort það hafi verið pirrandi að þurfa að nota Tryggva og Stefán Teit svona mikið í dag þar sem leikjaplanið er ansi þétt.

„Nei það er ekki pirrandi, þetta eru nátturulega bara ungir og frískir strákar og þeir fara létt með að spila mikið af leikjum og við hvílum okkur bara vel fram að næsta leik og þar verða allir klárir, engin meiðsli og allir í toppstandi."

Marcus Johansson og Hallur Flosa spiluðu báðir í dag, Marcus spilaði fyrri hálfleik í kvöld og Hallur Flosa kom fékk stundarfjórðung í dag og segir Jóhannes það gleðiefni.

„Já hann átti ekkert að spila meira heldur en bara hálfleik í dag og við erum að koma honum í gang aftur og frábært fyrir okkur að vera komnir með hann og Hall Flosa af stað, þannig við erum með heilan og flottan hóp í höndunum."

ÍA og KR mætast á sunnudaginn í 3. umferð Pepsi-Max deildarinnar og var Jóhannes spurður hvort það hafi ekki verið súrt að leikurinn hafi þurft að fara alla leið í framlengingu.

„Jú jú en bikarinn er nátturulega alltaf svolítið ævintýri og áhorfendur fengu nóg fyrir peninginn sinn hérna í dag, það var spenna og nátturulega 5 mörk, auðvitað hefði maður vilja að þetta væri eitthvað auðveldara en KR-ingarnir eru líka í basli með sinn leikmannahóp en skipulagið er þannig að þeir fá auka dag í hvíld en það þýðir ekkert fyrir okkur að vera fókusa of mikið á það, við tökum bara okkar endurheimt vel og verður klárir þegar flautað verður til leiks á Sunnudaginn."

Tryggvi og Stefán Teitur komu báðir inn í síðari hálfleikinn og Jói var spurður hvort þeir hafi sýnt gildi sitt innan liðsins með þeirra innkomu.

„Já ég meina það vita það allir að þeir sem horfa á íslenskan fótbolta að Stefán Teitur og Tryggvi eru frábærir leikmenn og þeir sýndu það í þriðja markinu sem var svakalega vel gert og frábært mark. Það eru ekkert mörg lið sem ráða við þessa stráka í þessari deild og það er það sem við kunnum virkilega að meta við þá og reyndar alla okkar leikmenn, en Tryggvi og Stefán komu virkilega vel inn í þetta og hjálpuðu okkur að landa þessu og komast áfram í bikarnum sem var alltaf markmið dagsins.

„Það væri fínt að fá heimaleik, ég væri bara sáttur með það." sagði Jói þegar hann var spurður að lokum um óskamótherja í 16-liða úrslitunum."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner