Tottenham vill McTominay - Napoli reynir við Mainoo í janúar - Villa í viðræðum við Rogers um nýjan samning
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
   sun 24. júlí 2022 17:07
Arnar Laufdal Arnarsson
Eiður Aron: Þetta var algjör skemmtun
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
"Þetta var algjör skemmtun og við erum bara að komast í gang" Sagði Eiður Aron Sigurbjörnsson fyrirliði ÍBV eftir frábæran 1-4 sigur á Leikni Reykjavík í dag.

"Það er bara búið að vera góð stemmning í liðinu og við erum bara búnir að vera bíða eftir þessum fyrsta sigri og það er oft þannig þegar hann loksins kemur þá losnar um fullt af hlutum og það gerðist í dag allavega"

Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  4 ÍBV

Bjóst Eiður við meiri mótspyrnu í dag frá Leiknisliðinu?

"Við bjuggumst við erfiðum leik, Leiknir eru með fullt af flottum leikmönnum, leikurinn áður en þeir spila við KA fara þeir í Garðabæinn og vinna 3-0 þar, þannig við þurfum bara að leggja okkur 110% fram og hlaupa og vinna fyrir hvorn annann þá ganga hlutirnir fyrir okkur

Á bekknum voru Andri Rúnar Bjarnason og Guðjón Pétur Lýðsson, Sito ekki með vegna meiðsla, kannski leikmenn sem fólk reiknaði með fyrir sumarið að þeir myndu draga vagninn fyrir Eyjamenn í sumar en það eru bara menn að koma í manns stað.

"Já það eru bara strákar sem eru tilbúnir að hlaupa og berjast fyrir okkur, Andri og Sito meiddir og þá koma bara aðrir strákar inn og eru bara búnir að standa sig frábærlega og við erum núna búnir að skora 7 mörk í síðustu 2 leikjum þannig þetta er bara að smella hjá okkur"


Athugasemdir
banner
banner