Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
   sun 24. júlí 2022 17:07
Arnar Laufdal Arnarsson
Eiður Aron: Þetta var algjör skemmtun
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
"Þetta var algjör skemmtun og við erum bara að komast í gang" Sagði Eiður Aron Sigurbjörnsson fyrirliði ÍBV eftir frábæran 1-4 sigur á Leikni Reykjavík í dag.

"Það er bara búið að vera góð stemmning í liðinu og við erum bara búnir að vera bíða eftir þessum fyrsta sigri og það er oft þannig þegar hann loksins kemur þá losnar um fullt af hlutum og það gerðist í dag allavega"

Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  4 ÍBV

Bjóst Eiður við meiri mótspyrnu í dag frá Leiknisliðinu?

"Við bjuggumst við erfiðum leik, Leiknir eru með fullt af flottum leikmönnum, leikurinn áður en þeir spila við KA fara þeir í Garðabæinn og vinna 3-0 þar, þannig við þurfum bara að leggja okkur 110% fram og hlaupa og vinna fyrir hvorn annann þá ganga hlutirnir fyrir okkur

Á bekknum voru Andri Rúnar Bjarnason og Guðjón Pétur Lýðsson, Sito ekki með vegna meiðsla, kannski leikmenn sem fólk reiknaði með fyrir sumarið að þeir myndu draga vagninn fyrir Eyjamenn í sumar en það eru bara menn að koma í manns stað.

"Já það eru bara strákar sem eru tilbúnir að hlaupa og berjast fyrir okkur, Andri og Sito meiddir og þá koma bara aðrir strákar inn og eru bara búnir að standa sig frábærlega og við erum núna búnir að skora 7 mörk í síðustu 2 leikjum þannig þetta er bara að smella hjá okkur"


Athugasemdir
banner
banner