

,,Geðveikt. Bara geðveikt. Þetta er eitthvað sem ég get vanið mig á!," sagði sigurreifur þjálfari Blikakvenna eftir sigur í úrslitaleik bikarsins í dag.
,,Íslandsmótið hefur ekkert gengið brösulega hjá okkur. Stjarnan er bara með frábært lið og er að klára það sannfærandi.
Það að vinna þennan bikar var eitthvað sem við vorum búnar að stefna að. Mér fannst við hafa öll tök á leiknum fyrir utan kannski fyrstu 10 mínúturnar. Það sem við vorum búin að leggja upp, setja Grétu hægra meginn og hún var að senda inn krossana. Það voru fullt af möguleikum í stöðunni og við skoruðum tvö frábær mörk og markið hjá Þór/KA var mjög flott.
Það var alveg nóg eftir þegar þær jöfnuðu. Þessi leikur gat aldrei farið í jafntefli en smeikur og ekki smeikur...nei ég held ekki."
Nánar er rætt við Hlyn í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir