Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 24. ágúst 2022 11:50
Elvar Geir Magnússon
Lið 18. umferðar - Laursen leikmaður umferðarinnar
Lengjudeildin
Mathias Laursen, sóknarmaður Fylkis, er leikmaður umferðarinnar.
Mathias Laursen, sóknarmaður Fylkis, er leikmaður umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Javi Ontiveros skoraði þrennu.
Javi Ontiveros skoraði þrennu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daði Freyr varði víti frá Gary Martin.
Daði Freyr varði víti frá Gary Martin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danski sóknarmaðurinn Mathias Laursen hjá Fylki fór frekar hægt af stað á tímabilinu en í júlí og ágúst hefur hann skorað átta mörk og er kominn með alls ellefu mörk á tímabilinu. Hann er næst markahæstur í Lengjudeildinni.

Laursen skoraði bæði mörk Árbæinga í 2-0 sigri gegn Fylki í toppslagnum gegn HK og er leikmaður 18. umferðar deildarinnar. Fylkismenn eru á mikilli sigurbraut og hafa sannað sig sem besta lið deildarinnar.

Rúnar Páll Sigmundsson er þjálfari umferðarinnar og í hjarta varnar úrvalsliðs umferðarinnar er Ásgeir Eyþórsson.



Kórdrengir tengdu saman tvo sigra með því að vinna 1-0 útisigur gegn Selfossi. Daði Freyr Arnarsson markvörður Kórdrengja varði vítaspyrnu frá Gary Martin og var valinn maður leiksins. Þá eru Gunnlaugur Fannar Guðmundsson og Fatai Gbadamosi í úrvalsliðinu.

Aron Jóhannsson skoraði og var maður leiksins þegar Grindavík vann 3-1 útisigur gegn KV. Juanra Martínez var flottur í hjarta varnarinnar hjá Grindavík.

Vestri fékk skell í síðustu umferð en svaraði með því að vinna öflugan 4-1 sigur gegn Fjölni á Ísafirði. Pétur Bjarnason skoraði tvö mörk og Nicolaj Madsen eitt og báðir eru þeir í liði umferðarinnar.

Luke Rae var maður leiksins þegar Grótta vann 1-0 sigur gegn Þór og Spánverjinn Javier Ontiveros Robles skoraði þrennu þegar Afturelding rúllaði yfir Þrótt Vogum 4-0. Þróttarar eru formlega fallnir niður í 2. deild.

Fyrri úrvalslið Lengjudeildarinnar:
Lið 17. umferðar
Lið 16. umferðar
Lið 15. umferðar
Lið 14. umferðar
Lið 13. umferðar
Lið 12. umferðar
Lið 11. umferðar
Lið 10. umferðar
Lið 9. umferðar
Lið 8. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar

Sjá einnig:
Leikmaður 17. umferðar - Marciano Aziz (Afturelding)
Leikmaður 16. umferðar - Josip Zeba (Grindavík)
Leikmaður 15. umferðar - Emil Ásmundsson (Fylkir)
Leikmaður 14. umferðar - Marciano Aziz (Afturelding)
Leikmaður 13. umferðar - Nicolaj Madsen (Vestri)
Leikmaður 12. umferðar - Ásgeir Eyþórsson (Fylkir)
Leikmaður 11. umferðar - Benedikt Daríus Garðarsson (Fylkir)
Leikmaður 10. umferðar - Kjartan Kári Halldórsson (Grótta)
Leikmaður 9. umferðar - Björn Axel Guðjónsson (KV)
Leikmaður 8. umferðar - Stefán Ingi Sigurðarson (HK)
Leikmaður 7. umferðar - Bruno Soares (HK)
Leikmaður 6. umferðar - Björn Axel Guðjónsson (KV)
Leikmaður 5. umferðar - Benedikt Daríus Garðarsson (Fylkir)
Leikmaður 4. umferðar - Kjartan Kári Halldórsson (Grótta)
Leikmaður 3. umferðar - Þórir Rafn Þórisson (Kórdrengir)
Leikmaður 2. umferðar - Dofri Snorrason (Fjölnir)
Leikmaður 1. umferðar - Luke Rae (Grótta)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner