Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
   sun 24. september 2023 17:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Túfa: Hissa að hann sparkaði í mig, en get ekki stýrt hvað hann gerir
Lengjudeildin
Vestramenn studdu vel við liðið.
Vestramenn studdu vel við liðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fagnað af innlifun í leikslok.
Fagnað af innlifun í leikslok.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vladimir Tufegdzic.
Vladimir Tufegdzic.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Það var ótrúleg tilfinning. Þetta voru tveir mjög erfiðir leikir, þeir komu með annað leikplan í þennan leik miðað við fyrri leikinn þegar þeir komu til að verjast. Þegar þú horfir heilt yfir þá held ég að við vorum mun betra liðið og eigum skilið að vinna. Við erum spenntir að mæta til leiks í úrslitaleiknum," sagði Vladimir Tufegdzic, markaskorari Vestra, eftir jafnteflið gegn Fjölni í dag.

Jafnteflið dugði Vestra til að komast í úrslitaleik við Aftureldingu um sæti í Bestu deildinni á næsta tímabili og fögnuðu gestirnir vel í Grafarvogi eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  1 Vestri

„Það var stórkostlegt, alveg ljómandi og ég vona að það komi enn fleiri á úrslitaleikinn," sagði Túfa um stuðninginn úr stúkunni. „Allir eru spenntir, við leikmenn líka. Þetta var markmið okkar á tímabilinu."

Hann var spurður út í leikina gegn Aftureldingu í sumar. Hvernig heldur hann að úrslitaleikurinn verði?

„Það er ekki hægt að spá hvernig úrslitaleikurinn verður, hann mun ráðast á smáatriðum og liðið sem verður tilbúnara vinnur. Það er ekkert í fortíðinni sem skiptir máli. Þetta er bara úrslitaleikur."

Túfa kom Vestra yfir seint í fyrri hálfleik. „Frábær sending, frábært hlaup frá mér og ég skoraði. Allt liðið vinnur fyrir mörkunum okkar og ég er bara sá sem skoraði. Kannski skora ég aftur í næsta leik, en það eina sem skiptir máli er að við náum í góð úrslit og komumst upp í Bestu."

„Ég var ekki stressaður, ég hef spilað marga mikilvæga leiki og það snýst allt um hausinn á þér. Ef þú ert tilbúinn í höfðinu... þú þarft að lifa af með tíu leikmenn inn á, það skiptir engu máli hvernig leikurinn er að þróast."


Vestri var ekki lengi manni færri. Bjarni Þór Hafstein í liði Fjölnis sparkaði í Túfa og fékk að líta rauða spjaldið um miðbik seinni hálfleiks. Hvernig upplifði Túfa það?

„Leikmaðurinn sparkaði í mig og ég lenti á höfðinu. Mér svimaði smá í nokkrar mínútur og þeir tóku ákvörðun að ég færi af velli. Núna líður mér vel."

„Ég veit ekki af hverju hann sparkaði í mig, þetta var bara návígi, ég ýtti í hann, hann ýtti í mig og kannski var hann pirraður af því þeir voru að tapa. Menn geta misst hausinn, það er hluti af fótbolta. Ég var hissa, en ég get ekki stýrt því hvað hann gerir,"
sagði Túfa.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner