Rodri, Trippier, Casemiro og Moyes eru meðal þeirra sem koma við sögu
   fös 25. júní 2021 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir að tíminn á Íslandi hafi hjálpað - „Öðruvísi fótbolti"
Efete fagnar marki með Blikum.
Efete fagnar marki með Blikum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Michee Efete gekk í vikunni í raðir Grimsby Town sem mun spila í fimmtu efstu deild Englands á næstu leiktíð.

Efete er kunnugur staðháttum hér á Íslandi þar sem hann spilaði með Breiðablik fyrri hluta sumars 2017. Hann spilaði í hjarta varnarinnar hjá Kópavogsliðinu og stóð sig vel.

Hann kom hingað til lands á láni frá Norwich. Hann yfirgaf Kanarífuglana 2018 og hefur síðan þá spilað í neðri deildunum á Englandi, síðast hjá Wealdstone.

Hann segir í samtali við Grimsby Telegraph að tíminn á Íslandi hafi hjálpað sér mikið.

„Ísland var góð reynsla. Ég fékk að upplifa aðra menningu og öðruvísi fótbolta. Það var gott fyrir mig að flytja að heiman," segir Efete.

„Það er spilaður öðruvísi fótbolti á Íslandi. Þeir reyna að halda boltanum niðri með jörðinni, en það er öðruvísi hér á Englandi. Sum lið vilja spila fótbolta og önnur lið vilja bara slást."

Efete stefnir á það að hjálpa Grimsby að komast aftur upp í deildarkeppnina á næsta ári.
Athugasemdir
banner
banner