William Saliba, Cristian Romero, Lamine Yamal og fleiri koma við sögu í pakkanum
banner
   mið 04. september 2024 09:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarlið Vals gegn Ljuboten: Pétur heldur sig við sitt lið
Guðrún Elísabet í fremstu víglínu.
Guðrún Elísabet í fremstu víglínu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ekki slæmt að vera með Berglindi Björgu á bekknum.
Ekki slæmt að vera með Berglindi Björgu á bekknum.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Klukkan 11:00 mæta Íslandsmeistarar Vals liði Ljuboten í 1. umferð forkeppninnar í Meistaradeildinni. Ljuboten er meistaraliðið frá Norður-Makedóníu. Liðið vann deildina með yfirburðum í fyrra og endaði með yfir 100 í plús í markatölu. Það kom fram í hlaðvarpsþættinum Vængjum Þöndum í gær. Erfitt er að finna upplýsingar um deildina í Norður-Makedóníu.

Leikurinn fer fram á Sportpark Schreuersere í Enschede í Hollandi.

Pétur Pétursson er búinn að velja byrjunarliðið sitt fyrir leikinn og er engin breyting á liðsskipan frá deildarleiknum gegn Þrótti á föstudag. Þetta eru sömu ellefu og byrjuðu gegn Breiaðbliki í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í síðasta mánuði.

Hér má fylgjast með gangi mála í leiknum á vef UEFA

Fanney Inga Birkisdóttir er í markinu; Hailey Whitaker, Lillý Rut Hlynsdóttir, Natasha Anasi og Anna Rakel Pétursdóttir eru í vörninni; Fanndís Friðriksdóttir, Katie Cousins, Berglind Rós Ágústsdóttir (fyrirliði) og Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir eru á miðsvæðinu og þær Jasmín Erla Ingadóttir og Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir eru í fremstu línu.

Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Ísabella Sara Tryggavdóttir, Elísa Viðarsdóttir, Íris Dögg Gunnarsdóttir, Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, Málfríður Erna Sigurðardóttir, Nadía Atladóttir, Helena Ósk Hálfdánardóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir eru á varamannabekk Vals í leiknum.

Sigurliðið í leiknum mætir velska liðinu Cardiff eða hollenska Twente um helgina í úrslitaleik um sæti í 2. umferð.

Athugasemdir
banner
banner