Azerbaijan 1 - 3 Sweden
0-0 Ramil Sheydaev ('45 , Misnotað víti)
0-1 Alexander Isak ('65 )
0-2 Alexander Isak ('71 )
0-3 Viktor Gyokeres ('80 , víti)
1-3 Renat Dadashov ('82 )
Svíþjóð vann Aserbaísjan örugglega í fyrsta leik Þjóðadeildarinnar í ár en liðin leika í C-deild keppninnar. Alexander Isak, framherji Newcastle og Viktor Gyokeres, framherji Sporting, fóru hamförum.
Aserbaísjan fékk vítaspyrnu seint í uppbótatíma fyrri hálfleiks en Viktor Johansson, markvörður Svía, gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna.
Svíar gengu á lagið í seinni hálfleik en Isak skoraði tvö mörk í röð eftir undirbúning Gyökeres og sá síðarnefndi innsiglaði sigur liðsins með marki úr vítaspyrnu sem Isak fiskaði.
Aserbaísjan tókst að klóra í bakkann en það var of seint.