William Saliba, Cristian Romero, Lamine Yamal og fleiri koma við sögu í pakkanum
   fim 05. september 2024 08:00
Elvar Geir Magnússon
Real Madrid ætlar að reyna við Rodri
Powerade
Rodri er einn besti varnartengiliður heims. Líklega sá besti.
Rodri er einn besti varnartengiliður heims. Líklega sá besti.
Mynd: Getty Images
Casemiro.
Casemiro.
Mynd: Getty Images
Rodri, Trippier, Casemiro og Moyes eru meðal þeirra sem koma við sögu í slúðurpakka dagsins í boði Powerade. BBC tók saman það helsta sem verið er að fjalla um í blöðunum.

Real Madrid vill fá spænska miðjumanninn Rodri (28) hjá Manchester City og hyggst gera tilboð í hann í lok tímabilsins. (AS)

Istanbul Basaksehir er eitt af fjórum tyrkneskum félögum sem hafa gert Newcastle lánstilboð með kauprétti í enska varnarmanninn Kieran Trippier (33). (Sky Sports)

Galatasaray hefur áhuga á lánssamningi við brasilíska miðjumanninn Casemiro (32) en getur ekki borgað laun hans að fullu. (Times)

Félög í Sádi-Arabíu gætu líka haft áhuga á að fá Casemiro á lágu verði í janúar. (iSport)

Casemiro hefur ekki áhuga á að yfirgefa Manchester United, hann er ákveðinn í að berjast fyrir sæti sínu hjá liðinu. (Mail)

Newcastle hætti að reyna við Marc Guehi (24) varnarmann Crystal Palace til að sýna að það væri ekki hægt að nota félagið í glugganum. (Telegraph)

Spánverjinn Dani Carvajal (32) hjá Real Madrid segir að það sé möguleiki að hann spilai í Bandaríkjunum áður en leikmannaferlinum lýkur. (Athletic)

Everton íhugar að endurráða David Moyes sem stjóra - ellefu árum eftir að Skotinn yfirgaf Goodison Park til að taka við Manchester United. (Football Insider)

Roma ætlar að kaupa þýska varnarmanninn Mats Hummels (35) sem er fáanlegur á frjálsri sölu eftir að hafa yfirgefið Borussia Dortmund. (Athletic)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner