Steven Bergwijn er formlega genginn til liðs við sádí-arabíska félagið Al-Ittihad frá hollenska félaginu Ajax.
Al-Ittihad borgar rúmlega 20 milljónir evra fyrir hann.
Ronald Koeman, landsliðsþjálfari Hollands, gagnrýndi þennan 26 ára gamla leikmann fyrir að fara svona snemma á ferlinum til Sádí-Arabíu. Bergwijn var í landsliðshópi Hollands á EM en var ekki valinn í hópinn fyrir leiki í Þjóðadeildinni á næstu dögum.
Bergwijn er uppalinn hjá Ajax en gekk ungur að árum til PSV og spilaði sinn fyrsta leik fyrir aðallið PSV árið 2014. Hann gekk til liðs við Tottenham árið 2020 en fór til Ajax tveimur árum síðar.
Leikmenn á borð við Karim Benzema, Ngolo Kante, Danilo Perreira og Moussa Diaby eru leikmenn liðsins. Þá er Laurent Blanc þjálfari liðsins.