Trent á barmi þess að semja við Real Madrid - Frimpong og Davies orðaðir við Liverpool - Aina orðaður við Man City
   fim 05. september 2024 11:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Hvað gerir hún eftir tímabilið?"
Samantha Smith.
Samantha Smith.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Blikar fagna marki í gær.
Blikar fagna marki í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samantha Smith hefur átt stórkostlegt tímabil hér á Íslandi; fyrst með FHL á Austfjörðum og svo með Breiðabliki núna seinni hlutann.

Samantha, sem er frá Bandaríkjunum, lék frábærlega með FHL í Lengjudeildinni fyrri hluta tímabilsins og hjálpaði þeim að komast upp í Bestu deildina. Núna er markmiðið að hjálpa Blikum að ná Íslandsmeistaratitlinum eftir að hafa gengið í raðir Kópavogsfélagsins á láni í sumar.

Það er alveg óhætt að fullyrða það að Samantha átti aldrei nokkurn tímann að spila í næst efstu deild þar sem hún hefur verið með betri leikmönnum Bestu deildarinnar eftir að hún kom þangað.

„Ef hún heldur áfram svona þá getum við farið að tala um hana með Katie Cousins eftir nokkur ár. En svo veit maður ekki. Hún er á láni frá FHL, hvað gerir hún eftir tímabilið?" sagði Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram, í hlaðvarpi um Bestu deild kvenna á dögunum.

Samantha verður samningslaus núna í nóvember.

„Það er gaman að sjá leikmann fara í 1. deildina og rúlla henni upp. Svo gerir hún bara það nákvæmlega sama í efstu deild."

Samantha var spurð að því í viðtali við Fótbolta.net á dögunum hvað hún ætlaði að gera eftir tímabilið.

„Ég veit ekki einu sinni hvað ég geri á morgun. Framtíðin er framtíðin og ég veit ekki enn hvað ég ætla að gera. Við sjáum til," sagði Samantha.
Staðan tekin í Bestu deild kvenna nú þegar deildin er skipt
Athugasemdir
banner
banner