William Saliba, Cristian Romero, Lamine Yamal og fleiri koma við sögu í pakkanum
   fim 05. september 2024 17:00
Elvar Geir Magnússon
Salah og Haaland sönnun þess að hvíldin er mikilvæg
Mohamed Salah.
Mohamed Salah.
Mynd: EPA
Maheta Molango hjá leikmannasamtökum Englands segir að frábær frammistaða Erling Haaland og Mohamed Salah í upphafi tímabilsins sýni glögglega hversu mikilvægt sé fyrir leikmenn að fá hvíld.

Haaland hefur skorað sjö mörk fyrir Manchester City í upphafi tímabilsins og Salah er með þrjú mörk og þrjár stoðsendingar fyrir Liverpool.

Hvorugur þeirra spilaði á stórmóti í sumar en Noregur komst ekki á Evrópumótið.

„Það mikill munur á leikmönnum sem hafa fengið frí eða ekki. Haaland er aftur vélin sem hann var þegar hann kom fyrst til Englands og Mo Salah er besta útgáfan af sjálfum sér," segir Molango.

Mikil umræða hefur verið í gangi um fjölgun leikja á dagatalinu og því mikla álagi sem er á leikmönnum

„Það þarf að vernda leikmenn. Þeir elska að spila leikinn og þeir vilja spila alla leiki, þeir vilja ekki missa sæti sitt í liðinu. Það hringja viðvörunarbjöllur þegar Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, talar um að hann verði að gefa leikmönnum hvíld yfir tímabilið. Sem stuðningsmaður sem kaupi ársmiða á 100% verði þá sé ég ekki 100% af sýningunni."
Athugasemdir
banner
banner