William Saliba, Cristian Romero, Lamine Yamal og fleiri koma við sögu í pakkanum
banner
   fim 05. september 2024 15:50
Elvar Geir Magnússon
Tvö lélegustu landslið heims mætast í kvöld
San Marínó er lélegasta landslið heims.
San Marínó er lélegasta landslið heims.
Mynd: Getty Images
San Marínó tekur á móti Liechtenstein í kvöld klukkan 18:45 í D-deild Þjóðadeildarinnar.

San Marínó hefur ekki unnið í 140 leikjum í röð og út frá því er það lélegasta landslið sögunnar. Það er í neðsta sæti á styrkleikalista FIFA.

Liechtenstein hefur ekki unnið í 39 leikjum í röð og því 179 leikir samanlagt hjá báðum liðum án sigurs.

Eitthvað mun láta undan í kvöld... nema leikurinn hreinlega endi með jafntefli!

San Marínó hefur reyndar aðeins einu sinni unnið leik, og það var vináttulandsleikur gegn Liechtenstein sem endaði 1-0 í apríl 2004. Andy Selva skoraði eina mark leiksins en hann er markahæsti landsliðsmaður í sögu San Marínó, með átta mörk.

Stuðningsmenn San Marínó vonast til þess að það séu bjartari tímar framundan í boltanum. Liðið jafnaði gegn Danmörku í 1-1 í október í fyrra en endaði með því að tapa leiknum 2-1.
Athugasemdir
banner
banner
banner