Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   fim 05. september 2024 18:49
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Alfreð riftir samningi sínum við Eupen (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Alfreð Finnbogason og belgíska félagið Eupen hafa komist að samkomulagi um að rifta samningi íslenska framherjan en belgíska félagið hefur staðfest fregnirnar.


Alfreð gekk til liðs við Eupen frá Lyngby á síðasta ári en liðið féll úr efstu deild í Belgíu á síðustu leiktíð og Alfreð hefur ekki fengið mikið af tækifærum í næst efstu deild

„KAS Eupen vill þakka Alfreð Finnbogasyni fyrir skuldbindingu, fagmennsku, vináttu og tryggð hans. Eupen óskar Alfreð alls hins besta í framtíðinni," segir í tilkynningu Eupen.

Hann komst í fréttirnar á dögunum þegar þessi 34 ára gamli framherji tilkynnti að hann væri hættur að spila með íslenska landsliðinu.

Ekki er víst hvað næsta skref Alfreðs verður á ferlinum en hann gekk ungur að árum til Breiðabliks og hóf meistaraflokks feril sinn í Kópavogi. Hann hefur spilað með liðum á borð við Augsburg, Real Sociedad og Heerenveen ásamt Lyngby og Eupen á atvinnumannaferli sínum.

Alfreð var í löngu viðtali við Fótbolta.net á dögunum þar sem hann fór um víðan völl.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner