William Saliba, Cristian Romero, Lamine Yamal og fleiri koma við sögu í pakkanum
   fim 05. september 2024 14:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Hvað voru Aron Einar og Hareide að spjalla um?
Icelandair
Aron Einar ræðir hér við Age Hareide, landsliðsþjálfara Íslands.
Aron Einar ræðir hér við Age Hareide, landsliðsþjálfara Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Aron kom bara inn til að heilsa," sagði Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, á fréttamannafundi í dag.

Aron Einar Gunnarsson var gestur á æfingu landsliðsins á Laugardalsvelli fyrr í þessari viku. Þar sást hann ræða við Hareide.

Aron Einar Gunnarsson var ekki valinn í hópinn fyrir næstu leiki en Hareide talaði um það á fréttamannafundi að Aron yrði ekki valinn meðan hann væri að spila fyrir Þór í Lengjudeildinni.

„Ég hef talað við hann símleiðis um stöðuna á honum. Ég hef áhuga á því. Hann er með áru í kringum sig og er virkilega hrifinn af landsliðinu," sagði Hareide.

„Hann er að stefna á það að koma aftur. Við verðum að skoða hann. Við töluðum bara um eðlilega hluti en hann hefur mikinn áhuga á því sem við erum að gera."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner