Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   fim 05. september 2024 19:15
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Pepe heiðraður fyrir leik Portúgals og Króatíu
Mynd: EPA

Pepe, fyrrum landsliðsmaður Portúgals, var heiðraður fyrir leik liðsins gegn Króatíu í Þjóðadeildinni sem hófst klukkan 18:45,


Pepe er 41. árs gamall en hann tilkynnti í síðasta mánuði að skórnir væru komnir á hilluna en hann lék sína síðustu leiki á ferlinum með landsliðinu á EM í sumar.

Hann lék 141 leik með landsliðinu en hann fékk treyju í kvöld með tölunni 141 á bakinu og 3 framan á en hann spilaði í treyju númer 3.

Pepe lék lengst af með Real Madrid en leikirnir voru 334 talsins. Hann lauk ferlinum með Porto en hann lék með liðinu áður en hann gekk til liðs við Real Madrid árið 2007 og snéri aftur þangað árið 2019.


Athugasemdir
banner
banner
banner