Trent á barmi þess að semja við Real Madrid - Frimpong og Davies orðaðir við Liverpool - Aina orðaður við Man City
   mið 04. september 2024 12:52
Elvar Geir Magnússon
Valur lék sér að Ljuboten og vann 10-0
Ísabella Sara Tryggvadóttir skoraði þrennu.
Ísabella Sara Tryggvadóttir skoraði þrennu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur 10 - 0 Ljuboten
1-0 Jasmín Erla Ingadóttir (2.)
2-0 Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir (5.)
3-0 Natasha Anasi (13.)
4-0 Berglind Rós Ágústsdóttir (19.)
5-0 Anna Rakel Pétursdóttir (35.)
6-0 Ísabella Sara Tryggvadóttir (51.)
7-0 Ísabella Sara Tryggvadóttir (52.)
8-0 Jasmín Erla Ingadóttir (63.)
9-0 Berglind Björg Þorvaldsdóttir (71.)
10-0 Ísabella Sara Tryggvadóttir (81.)

Valskonur eru komnar í úrslitaleik um sæti í næstu umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Þær unnu auðveldan 10-0 sigur gegn arfaslöku liði Ljuboten frá Norður-Makedóníu.

Íslands- og bikarmeistararnir voru komnir í 4-0 eftir aðeins 20 mínútur og tónninn var settur. Varamaðurinn Ísabella Sara Tryggvadóttir skoraði þrennu í leiknum og Jasmín Erla Ingadóttir skoraði tvö.

Seinna í dag mætast Twente frá Hollandi og Cardiff frá Wales. Sigurliðið þar kemur til með að mæta Val í úrslitaleik um það að komast á næsta stig forkeppninnar.

„Við þurfum að eiga okkar langbesta leik til að vinna þar," sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, við Fótbolta.net, um mögulegan leik gegn Twente sem fram fer á laugardag.
Athugasemdir
banner
banner