William Saliba, Cristian Romero, Lamine Yamal og fleiri koma við sögu í pakkanum
banner
   fim 05. september 2024 09:46
Elvar Geir Magnússon
Farið að hitna undir Ten Hag - Hlutirnir þurfa að lagast
Erik ten Hag er á allra vörum.
Erik ten Hag er á allra vörum.
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Guardian segir að þeir sem stjórna fótboltamálum hjá Manchester United, fyrir hönd Ineos, séu ósáttir við leikstíl Erik ten Hag í upphafi tímabils. Leikaðferðin þurfi að batna, annars eigi Hollendingurinn á hættu að missa starf sitt.

Liðið hefur farið illa af stað á tímabilinu, er með einn sigur og tvo tapleiki í ensku úrvalsdeildinni. Stjórnendur félagsins gera sér grein fyrir meiðslastöðunni og að nýir leikmenn þurfi að aðlagast. Hinsvegar eru verulegar áhyggjur af því hvernig Ten Hag stillir upp liðinu og hvernig hann lætur það spila.

Stór hluti af starfi Jason Wilcox hjá Manchester United er að greina það hvernig liðið spilar. United tapaði 3-0 gegn Liverpool um síðustu helgi þar sem liðið var brothætt á miðsvæðinu og í vörninni, rétt eins og í 2-1 tapinu gegn Brighton helgina á undan.

Dan Ashworth, sem var ráðinn yfirmaður íþróttamála, hefur lýst yfir stuðningi við Ten Hag en United þarf að sýna það sem fyrst að liðið geti stjórnað leikjum.

Ten Hag skrifaði undir nýjan samning við United í sumar en strax eru háværar efasemdarraddir um að það hafi verið röng ákvörðun hjá félaginu.

Eftir landsleikjagluggann á United níu leiki á sex vikna tímabili: útileik gegn Southampton, deildabikarleik gegn Barnsley, útileik gegn Crystal Palace, Evrópuleik gegn Twente, heimaleik gegn Tottenham, Evrópuleik gegn Porto, útleik gegn Aston Villa, heimaleik gegn Brentford og Evrópuleik gegn Fenerbahce.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 4 4 0 0 11 3 +8 12
2 Arsenal 4 3 1 0 6 1 +5 10
3 Newcastle 4 3 1 0 6 3 +3 10
4 Liverpool 4 3 0 1 7 1 +6 9
5 Aston Villa 4 3 0 1 7 6 +1 9
6 Brighton 4 2 2 0 6 2 +4 8
7 Nott. Forest 4 2 2 0 4 2 +2 8
8 Chelsea 4 2 1 1 8 5 +3 7
9 Brentford 4 2 0 2 6 6 0 6
10 Man Utd 4 2 0 2 5 5 0 6
11 Bournemouth 4 1 2 1 5 5 0 5
12 Fulham 4 1 2 1 4 4 0 5
13 Tottenham 4 1 1 2 6 4 +2 4
14 West Ham 4 1 1 2 5 6 -1 4
15 Leicester 4 0 2 2 5 7 -2 2
16 Crystal Palace 4 0 2 2 4 7 -3 2
17 Ipswich Town 4 0 2 2 2 7 -5 2
18 Wolves 4 0 1 3 4 11 -7 1
19 Southampton 4 0 0 4 1 8 -7 0
20 Everton 4 0 0 4 4 13 -9 0
Athugasemdir
banner
banner
banner