William Saliba, Cristian Romero, Lamine Yamal og fleiri koma við sögu í pakkanum
banner
   fim 05. september 2024 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Juan Mata búinn að finna sér nýtt félag
Juan Mata.
Juan Mata.
Mynd: EPA
Spænski miðjumaðurinn Juan Mata hefur fundið sér nýtt félag en hann er að skrifa undir samning í Ástralíu.

Eftir að hafa unnið deildartitla í Tyrklandi og í Japan síðustu ár, þá stefnir hann núna á að vinna titil í Ástralíu með Western Sydney Wanderers.

„Þetta eru risastór tíðindi fyrir ástralskan fótbolta," segir Fabrizio Romano sem greinir frá þessu.

Mata, sem er 36 ára, hefur verið án félags síðustu mánuðina eftir að hafa yfirgefið Vissel Kobe í Japan í janúar.

Mata er fyrrum leikmaður Chelsea og Manchester United. Þá lék hann 41 landsleik með spænska landsliðinu.
Athugasemdir
banner
banner