William Saliba, Cristian Romero, Lamine Yamal og fleiri koma við sögu í pakkanum
   fim 05. september 2024 11:00
Brynjar Ingi Erluson
„Rashford hefði átt að fara frá Man Utd“
Marcus Rashford
Marcus Rashford
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Marcus Rashford hefur átt erfitt uppdráttar síðasta árið eða svo en hann virðist engan veginn geta fundið sitt gamla form hjá Manchester United.

Tímabilið 2022/2023 var Rashford með bestu leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar og skoraði að vild en náði ekki að leika það eftir á síðustu leiktíð.

„Ég sé það ekki fyrir mér að Marcus Rashford geti náð að endurlífga landsliðsferil sinn, svona miðað við formið sem hann er í núna. Ég þekki ekki hugarfar hans eða hvernig hann nálgast æfingar, en það er aðeins ein lið til baka, sem er að æfa og vera með rétt viðhorf,“ sagði Shearer við Betfair.

Rashford var orðaður við Paris Saint-Germain og félög í Sádi-Arabíu í sumar en ekkert varð úr því. Hann hefur byrjað alla þrjá deildarleikina undir stjórn Erik ten Hag, en lítið sýnt.

„Utan frá, svona frá mínu sjónarhorni, þá finnst mér að hann hefði átt að fara frá Man Utd til þess að koma ferlinum aftur í gang. Af einhverjum ástæðum hefur hann staðnað og það hefur bara ekkert verið að ganga upp. Aðeins Marcus getur svarað því hversu mikið hann þráir að skora 30 mörk á tímabili,“ sagði Shearer.
Athugasemdir
banner
banner