Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   fim 05. september 2024 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ronaldo ýtir á eftir því að fá gamlan liðsfélaga
Adrien Rabiot.
Adrien Rabiot.
Mynd: Getty Images
Það er talið líklegt núna að franski miðjumaðurinn Adrien Rabiot muni skrifa undir hjá Al-Nassr í Sádi-Arabíu.

Rabiot er enn samningslaus eftir að hafa yfirgefið Juventus síðasta sumar. Hann hefur verið orðaður við félög í ensku úrvalsdeildinni, og þar á meðal Liverpool og Manchester United, en hann hefur enn ekki skrifað undir samning.

Núna segir Corriere dello Sport að Al-Nassr sé líklegur áfangastaður en félagið hefur boðið honum stóran samning.

Ef Rabiot skrifar undir hjá Al-Nassr þá kemur hann til með að fá 20 milljónir evra í árslaun.

Cristiano Ronaldo er leikmaður Al-Nassr en hann er sagður spenntur fyrir því að fá Rabiot til félagsins og er að ýta á eftir því.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner