William Saliba, Cristian Romero, Lamine Yamal og fleiri koma við sögu í pakkanum
banner
   fim 05. september 2024 10:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rodrygo greinilega ósáttur við að vera skilinn útundan
Rodrygo.
Rodrygo.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rodrygo, brasilískur kantmaður Real Madrid, er greinilega svekktur að missa af því að vera tilnefndur til Ballon d'Or verðlaunanna. Verðlaunin eru veitt besta leikmanni heims ár hvert.

Í gær var gefinn út 30 manna listi yfir þá sem voru efstir í kjörinu en Rodrygo var ekki þar á meðal.

Hann var greinilega svekktur en hann birti myndir af sér frá fótboltaárinu sem er að líða. Rodrygo skoraði mikilvæg mörk er Real Madrid vann fjölda titla, þar á meðal Meistaradeild Evrópu. Hann skoraði 17 mörk og lagði upp níu fyrir Real Madrid á síðasta tímabili.

Vinicius Junior, landi Rodrygo sem spilar með honum hjá Real Madrid, er talinn líklegur til að vinna verðlaunin.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Rodrygo er ósáttur við það að vera skilinn útundan. Í síðasta mánuði kvaðst hann ósáttur við skammstöfun sem fjölmiðlar voru farnir að nota um sóknarlínu Real Madrid.

Spænskir miðlar hafa fjallað um þá Kylian Mbappe, Vinicius Junior og Jude Bellingham sem tríóið 'BMV', svipað og var gert hér árum áður þegar Karim Benzema, Cristiano Ronaldo og Gareth Bale voru kallaðir 'BBC'.

Rodrygo lét óánægju sína í ljós á WhatsApp-rás sinni sem einhver tók skjámynd af. Þar talaði hann við liðsfélaga sína um að vilja bæta einum staf við þessa skammstöfun.

Hér fyrir neðan má sjá færsluna sem Rodrygo birti á samfélagsmiðlum í gær.


Athugasemdir
banner
banner