William Saliba, Cristian Romero, Lamine Yamal og fleiri koma við sögu í pakkanum
   þri 03. september 2024 23:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Brottför Douglas Luiz bjargaði Aston Villa frá harðri refsingu
Douglas Luiz
Douglas Luiz
Mynd: Getty Images
Monchi
Monchi
Mynd: Getty Images

Aston Villa var ansi nálægt því að lenda í miklum vandræðum í sumar en brottför Douglas Luiz til Juventus kom í veg fyrir það.


Félagið þurfti að selja leikmenn fyrir lok júní mánaðar til að koma í veg fyrir að brjóta fjárhagsreglur úrvalsdeildarinnar. Monchi, yfirmaður fótboltamála og Damian Vidagany, rekstrarstjóri félagsins sáu um að finna lausn á málinu.

„Menn eeru venjulega í fríi frá 20. maí til 20. júní en það vorum við ekki. Við þurftum að finna lausn á vandamálinu. Það voru allir að fagna Meistaradeildarsæti en ég og Monchi vorum að finna út hvernig við ættum ekki að skemma þetta fallega ár með stigarefsingu," sagði Vidagany.

Aston Villa hefði getað fengið refsingu, allt að tíu stiga frádrátt, ef liðið hefði brotið reglurnar. Það kom til greina að selja menn á borð við Ezri Konsa og Ollie Watkins en félagið náði loks samkomulagi við Juventus að selja Luiz.

Hann var hins vegar í landsliðsverkefni með Brasilíu á þessum tíma sem varð til þess að viðræðurnar dróust á langinn en fór loksins í gegn 30. júní en þá lauk fjárhagstímabili úrvalsdeildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner