Glugginn í Sádi-Arabíu er enn opinn - Onana, Sterling, Disasi, Santos og Silva orðaðir við félög þaðan
Bjarki Steinn: Við verðum að horfa á það þannig
Guðlaugur Victor: Verður allavega engin afsökun að völlurinn sé ekki nógu góður
Andri Lucas: Ætla að búa mér til mitt eigið Guðjohnsen nafn
Jón Dagur: Augljóst að við ætlum að gera eitthvað í þessum riðli
Daníel Tristan stoltur: Klár í allt sem Arnar vill
Eggert Aron nýtur sín í Bergen - „Freysi hefur treyst mér fyrir hlutunum“
Krefjandi fyrir Kjartan hjá Aberdeen - „Maður er að læra á hverjum degi“
Benoný Breki ætlar upp um deild með Stockport - „Þetta er alvöru klúbbur“
Logi Hrafn ekki ánægður með sína stöðu í Króatíu - „Aldrei sáttur á bekknum“
Gísli Gotti: Besta sem maður getur hugsað sér sem íslenskur fótboltamaður
Elías um samkeppnina við Hákon: Þægilegra samband en á flestum öðrum stöðum
Brynjólfur: Þegar maður spilar vel býst maður við að vera hérna
Rúnar: Ég veit ekki alveg yfir hverju þeir voru að kvarta
Túfa um dómgæsluna: Bara engan veginn rangstaða, ekki nálægt því
„Djöfull er þetta skemmtilegt, svona á þetta að vera“
Guðmundur Baldvin missti ekki trúnna: Ég var manna slakastur inn í klefa í hálfleik
„Virðist ekki hjálpa okkur að vera manni fleiri“
Dóri Árna: Viljandi ákvað að horfa ekki á þetta aftur
Davíð Smári: Fótboltinn gefur og tekur frá þér
Jökull með skilaboð til stuðningsmanna - „Fólk fari að mæta og taki þátt í spennandi titilbaráttu með okkur"
   fim 25. júlí 2024 22:24
Sævar Þór Sveinsson
Árni: Gott fyrir klúbbinn að taka Breiðholtsslaginn
Lengjudeildin
Árni Freyr Guðnason, þjálfari ÍR.
Árni Freyr Guðnason, þjálfari ÍR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Árni Freyr Guðnason, þjálfari ÍR, var hæstánægður með það að hafa unnið Breiðholtsslaginn í kvöld þegar ÍR vann Leikni 1-0. Liðin mættust í 14. umferð Lengjudeild karla á ÍR-vellinum.


Lestu um leikinn: ÍR 1 -  0 Leiknir R.

Mér líður bara vel. Þetta var góður sigur og gott fyrir klúbbinn að taka Breiðholtsslaginn og hefna fyrir fyrri leikinn. En fyrst og fremst ánægður með það að hafa unnið.“

Undir lok leiksins var mikil spenna og voru færi á báða bóga. Árni hvort hann var orðinn smeykur við jöfnunarmark á þeim tímapunkti.

Nei mér fannst við alveg vera svona nokkurn veginn með þá. Þeir voru farnir að dæla boltum í lokin og það getur allt gerst en maður hafði ekki miklar áhyggjar framan af því. Svo er þessi íþrótt óútreiknanleg og gott að við sigldum þessu yfir línuna.

Mér fannst við mjög góðir í fyrri hálfleik, áttum að vera fleiri mörkum yfir og fengum síðan þrjú fjögur mjög góð færi í seinni hálfleik til þess að klára leikinn áður en þeir settu aðeins á okkur.“

Þegar Breiðholtsslagur er á dagskrá þarf ekki að gera mikið til þess að gíra menn upp fyrir leikinn, að sögn Árna.

Nei sérstaklega ekki fyrir ÍR strákana sem eru hérna og hafa verið hérna lengi. Maður þekkir þetta sjálfur, ég spilaði hérna í nokkur ár. Þannig þetta er alltaf dálítið sérstakt en það voru allir klárir og þessir ÍR-ingar drógu svolítið vagninn í því og það hjálpaði mikið í.“ 

ÍR hefur verið á miklu flugi að undanförnu og hafa sigrað fimm leiki af síðustu sjö.

Já það er mjög gott. Við erum í þessu til þess að vinna. Við erum ánægðir með það að ná í þessa sigra og við þurfum bara að halda áfram. Það er ekkert komið, markmiðið okkar er að vera í þessari deild á næsta ári og það er ekkert í hendi þannig við þurfum bara að halda áfram.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner