„Þetta var bara mjög skemmtilegur leikur og ánægð með leik minna stelpna. Síðustu tveir leikir hafa ekki alveg verið okkar bestu leikir en náðum að svara í dag. Við reyndum að fara inná og njóta og hafa gaman og held við höfum gert það í dag," sagði Kristrún Lilja Daðadóttir, þjálfari Augnabliks, eftir 1-1 jafntefli við Fylki í Lengjudeild kvenna í kvöld.
Lestu um leikinn: Fylkir 1 - 1 Augnablik
Fylkir var að gera áttunda jafntefli sitt í sumar á meðan Augnablik gerði fyrsta jafntefli sitt í deildinni á tímabilinu.
Stigið var mikilvægt fyrir Augnablik sem getur tryggt veru sína í deildinni í næstu umferð.
„Já, það var geggjað að fá mark og það gefur okkur sjálfstraust inn í leikinn. Ég held að niðurstaða leiksins sé sanngjarnt jafntefli og skemmtilegur leikur. Áhorfendur hafa skemmt sér vel."
„Það var mjög vel gert. Ánægð með að við höfum náð að skora úr horni, það hefur ekki verið okkar sterkasti punktur í þessu. Það var gaman að fá skot fyrir utan
„Já ég er ánægð með frammistöðuna og þetta stig tryggir okkur í deildinni. Það var fyrsta markmiðið og svo sjá hvort við getum klórað inn fleiri stigum í síðustu tveimur leikjunum sem eftir er," sagði Kristrún.
Augnablik hefur unnið fjóra leiki og tapað ellefu í sumar en eins og áður kemur fram var þetta fyrsta sinn sem liðið gerir jafntefli.
„Við vorum einmitt að ræða þetta. Fylkir er náttúrulega búið að gera ég veit ekki hvað mörg jafntefli í sumar en við erum lítið í því. Við erum annað hvort rosaflottar eða ekki vaknaðar í leikinn en þetta er að koma."
„Þetta hefur verið frábært og eiginlega synd að þetta skuli vera búið. Þetta er búið að vera geggjuð deild og skemmtilegir leikir og frábærar aðstæður í kvöld og synd að hugsa að þetta sé að verða búið en tveir leikir eftir og við ætlum að klára það."
Kristrún ætlar að setja niður með stjórn félagsins eftir tímabilið og skoða framhaldið en vildi ekki staðfest að hún yrði áfram með liðið.
„Það er búið að vera rosalega mikið álag og ekki komið að því að hugsa um framhaldið. Við erum líka í góðum möguleika með 2. flokkinn og maður setur punktinn í að klára þetta með sóma og svo sest maður niður í lokin. Ekkert stress hjá mér," sagði hún ennfremur.
Markmiðið hefur alltaf að vera áfram í deildinni og það er svo gott sem öruggt nema Haukar framkvæmi eitthvað kraftaverk í lok tímabilsins.
„Það var nauðsynlegt að vera í þessari deild en 2. deildin verður sterkari og sterkari. Það eru meiri gæði hérna og við viljum vera í þessari deild og mikilvægt fyrir okkur að vera hér," sagði hún í lokin.
Athugasemdir
























