Al Hilal undirbýr stórt tilboð í Fernandes - Bayern vill Mitoma - Delap og Doak til Everton?
   mán 25. september 2023 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Evans: Ten Hag er að gera góða hluti með Man Utd
Mynd: Man Utd

Varnarmaðurinn þaulreyndi Jonny Evans var í byrjunarliði Manchester United og lagði upp eina mark leiksins í 0-1 sigri Rauðu djöflanna gegn Burnley á laugardaginn.


Evans þekkir mjög vel til innan herbúða Man Utd eftir að hafa alist upp hjá félaginu og spilað um 200 leiki fyrir aðalliðið. Hann var spurður út í hvernig það væri að starfa undir stjórn Erik ten Hag, sem hefur lent upp á kant við Cristiano Ronaldo og Jadon Sancho frá komu sinni til félagsins. 

„Ég hef upplifað ýmislegt í gegnum árin hjá Man United," sagði Evans, sem hefur meðal annars unnið þrjá úrvalsdeildartitla og Meistaradeild Evrópu með félaginu. „Ef maður vill komast á toppinn þá þarf maður að ganga í gegnum ýmislegt og leiðin er ekki bein heldur fer hún upp og niður. Það mikilvægasta er að kunna að takast á við bakslög.

„Man Utd er stórkostlegt félag sem vill alltaf vera að berjast í toppbaráttunni og stjórinn er að gera flotta hluti hérna. Ég er stuðningsmaður Man Utd og hef fylgst vel með liðinu á undanförnum árum, ég fór á báða úrslitaleikina í fyrra. Eins og ég segi, þá tel ég stjórann vera að gera góða hluti hérna."

Man Utd náði flottum árangri á fyrstu leiktíð Erik ten Hag en liðið er að lenda í miklu basli strax á upphafi nýrrar leiktíðar, þar sem vandræði jafnt innan sem utan vallar hafa sett strik í reikninginn.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 37 25 8 4 85 40 +45 83
2 Arsenal 37 19 14 4 67 33 +34 71
3 Man City 37 20 8 9 70 44 +26 68
4 Newcastle 37 20 6 11 68 46 +22 66
5 Chelsea 37 19 9 9 63 43 +20 66
6 Aston Villa 37 19 9 9 58 49 +9 66
7 Nott. Forest 37 19 8 10 58 45 +13 65
8 Brighton 37 15 13 9 62 58 +4 58
9 Brentford 37 16 7 14 65 56 +9 55
10 Fulham 37 15 9 13 54 52 +2 54
11 Bournemouth 37 14 11 12 56 46 +10 53
12 Crystal Palace 37 13 13 11 50 50 0 52
13 Everton 37 10 15 12 41 44 -3 45
14 Wolves 37 12 5 20 53 68 -15 41
15 West Ham 37 10 10 17 43 61 -18 40
16 Man Utd 37 10 9 18 42 54 -12 39
17 Tottenham 37 11 5 21 63 61 +2 38
18 Leicester 37 6 7 24 33 78 -45 25
19 Ipswich Town 37 4 10 23 35 79 -44 22
20 Southampton 37 2 6 29 25 84 -59 12
Athugasemdir
banner
banner