Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
banner
   sun 26. nóvember 2023 11:27
Brynjar Ingi Erluson
Ten Hag kvartar yfir leikjaálagi - „Við erum komin yfir þolmörk“
Erik ten Hag
Erik ten Hag
Mynd: EPA
Erik ten Hag, stjóri Manchester United, telur að leikjaálagið sé komið fram yfir þolmörk leikmanna og tekur hann þar undir orð Thomas Tuchel, þjálfara Bayern München.

Lengi hefur verið kvartað yfirleikjaálagi og hefur Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, oft komið inn á þessa umræðu en fengið gagnrýni fyrir.

Á dögunum sagði Thomas Tuchel, þjálfari Bayern að þetta væri komið langt yfir öll velsæmismörk og var Ten Hag sammála því.

United spilar þrjá útileiki á sex dögum og ekki mun það batna á næsta ári þegar lið spila tvo leiki til viðbótar í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.

„Hver einasti þjálfari er að kvarta yfir dagskránni. Á fimmtudag las ég ummæli Thomas Tuchel og heyri hvern einasta þjálfara tala um þetta, en samt halda þeir áfram að bæta leikjum við dagskrána.“

„Á næsta ári munu þeir bæta við tveimur leikjum og við erum þegar komin að þolmörkum. Ég er meira að segja á því að við séum komin yfir þolmörk leikmanna,“
sagði Ten Hag.
Athugasemdir
banner
banner
banner