Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
banner
föstudagur 4. júlí
Lengjudeild karla
mánudagur 30. júní
2. deild karla
laugardagur 28. júní
Lengjudeild karla
fimmtudagur 26. júní
Lengjudeild karla
þriðjudagur 24. júní
Lengjudeild kvenna
fimmtudagur 19. júní
Mjólkurbikar karla
Lengjudeild karla
Lengjudeild kvenna
Mjólkurbikar karla
fimmtudagur 12. júní
Mjólkurbikar kvenna
Lengjudeild kvenna
Mjólkurbikar kvenna
miðvikudagur 11. júní
þriðjudagur 10. júní
Vináttulandsleikur
föstudagur 6. júní
Vináttulandsleikur
Besta-deild kvenna
Lengjudeild kvenna
fimmtudagur 5. júní
þriðjudagur 3. júní
Þjóðadeild kvenna
mánudagur 2. júní
Besta-deild karla
laugardagur 31. maí
2. deild karla
þriðjudagur 1. júlí
HM félagsliða
Man City 3 - 4 Al Hilal Riyadh
mið 27.maí 2020 18:00 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Daníel: Ómeðvitað byrjaður að axla meiri ábyrgð á vellinum eftir að hann fæddist

Daníel Leó Grétarsson sagði í gær frá árum sínum inn á vellinum með Álasund í Noregi og fyrstu árum ferilsins þegar hann var í Grindavík.

Í dag birtist seinni hluti viðtalsins og þar er skyggnst betur inn í lífið utan vallar í Noregi, A-landsliðið, föðurhlutverkið og framtíðina.

Fyrri hluti:
Daníel Leó hefur upplifað margt á ferlinum - Stigið á milli Riise og ljósmyndarans

Eftir sex ár í Álasund er mér farið að langa í nýja áskorun.
Eftir sex ár í Álasund er mér farið að langa í nýja áskorun.
Mynd/Gunnar Valdimarsson
Ég og Aron Elís (Þrándarson) vorum saman fyrstu fimm árin og gengum í gegnum margt saman. Svo kom Adam Örn (Arnarson) og varð herbergisfélagi minn í þrjú ár.
Ég og Aron Elís (Þrándarson) vorum saman fyrstu fimm árin og gengum í gegnum margt saman. Svo kom Adam Örn (Arnarson) og varð herbergisfélagi minn í þrjú ár.
Mynd/Daníel Leó Grétarsson
Það var gott að fá að kynnast öllum þar sem stefnan er auðvitað að vera kallaður aftur inn sem fyrst.
Það var gott að fá að kynnast öllum þar sem stefnan er auðvitað að vera kallaður aftur inn sem fyrst.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það sem ég held að hafi hjálpað mér mest er að hafa alltaf haft konuna með mér hérna úti. Fyrstu árin voru alls ekki auðveld og þá var hún alltaf til staðar og ekki skemmdi það fyrir að hún er með sálfræðimenntun sem hún gat gripið í.
Það sem ég held að hafi hjálpað mér mest er að hafa alltaf haft konuna með mér hérna úti. Fyrstu árin voru alls ekki auðveld og þá var hún alltaf til staðar og ekki skemmdi það fyrir að hún er með sálfræðimenntun sem hún gat gripið í.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Noregur hefur farið vel með mig og að flytja út hefur hjálpað mér að þroskast.
Noregur hefur farið vel með mig og að flytja út hefur hjálpað mér að þroskast.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þegar ég spilaði fyrsta leikinn hafði ég Kára mér við hlið sem veitti mér að sjálfsögðu ákveðið öryggi þar sem hann skortir ekki reynsluna og heldur mönnum á tánum.
Þegar ég spilaði fyrsta leikinn hafði ég Kára mér við hlið sem veitti mér að sjálfsögðu ákveðið öryggi þar sem hann skortir ekki reynsluna og heldur mönnum á tánum.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Að verða faðir var ótrúleg tilfinning, eitthvað sem er ólíkt öllu öðru og maður vill gera allt fyrir soninn."
„Stefnan er auðvitað að vera kallaður aftur inn sem fyrst"
Daníel var fyrst valinn í A-landsliðshópinn árið 2017 og svo aftur haustið 2019. Í janúar var hann svo valinn í verkefni liðsins í Bandaríkjunum og lék hann þar sinn fyrsta landsleik. Hvernig var að spila fyrsta landsleikinn og var einhver einn sem hjálpaði honum að komast inn í hlutina?

„Það var eitthvað sem ég var búinn að dreyma um í einhvern tíma. Ég var búinn að fara í tvær ferðir með landsliðinu, 2017 þegar við spiluðum á móti Mexíkó í vináttulandsleik og svo haustið 2019 þegar ég var kallaður inn í aðalhópinn," sagði Daníel.

„Þegar ég spilaði fyrsta leikinn hafði ég Kára mér við hlið sem veitti mér að sjálfsögðu ákveðið öryggi þar sem hann skortir ekki reynsluna og heldur mönnum á tánum."

Hvernig lítur Daníel á landsliðið í dag?

„Það var gott að fá að kynnast öllum þar sem stefnan er auðvitað að vera kallaður aftur inn sem fyrst."

Í sterkum árgangi
Daníel lék á sínum tíma einungis sex leiki með U21 árs landsliði Íslands. Ef Daníel lítur til baka hvernig horfir hann á U21 árs liðið og tímann þar?

„Ég hef ekkert pælt í því. 1995 árgangurinn hefur alltaf verið sterkur og Hjörtur (Hermannsson) og Orri (Sigurður Ómarsson) voru búnir að vera í spila saman upp öll landsliðin. Þannig að þeir fengu traustið. Það var svo svekkjandi að fara ekki á EM því við vorum grátlega nálægt því."

Íslensku liðsfélagarnir eins og ein stór fjölskylda
Daníel hefur verið með nokkra íslenska liðsfélaga hjá Álasund í gegnum tíðina. Hittir hann þá oft utan æfinga?

„Ég hef verið það heppinn að vera með Íslendingum í liði öll sex árin mín í Álasund. Ég og Aron Elís (Þrándarson) vorum saman fyrstu fimm árin og gengum í gegnum margt saman. Svo kom Adam Örn (Arnarson) og varð herbergisfélagi minn í þrjú ár. Það er mikill söknuður af þeim en félagið keypti þá alls ekki síðri menn í þeim Hólmberti (Aroni Friðjónssyni) og Davíð (Kristjáni Ólafssyni)."

„Þeir eru algjörir öðlingar og erum við allir mjög góðir vinir. Ég er duglegur að grilla ofan í þá og konan heldur afmælisveislur fyrir okkur alla. Við erum klárlega eins og ein stór fjölskylda og er sonur minn mjög heppinn að fá þessa auka frændur."


Meiri ábyrgð með föðurhlutverkinu
Daníel hefur nú verið í Noregi í sex ár. Hvernig hefur honum liðið í Noregi og hvernig finnst honum norska menningin?

„Noregur hefur farið vel með mig og að flytja út hefur hjálpað mér að þroskast. Það sem ég held að hafi hjálpað mér mest er að hafa alltaf haft konuna með mér hérna úti. Fyrstu árin voru alls ekki auðveld og þá var hún alltaf til staðar og ekki skemmdi það fyrir að hún er með sálfræðimenntun sem hún gat gripið í."

„Norsk menning er alls ekkert ólík íslenskri fyrir utan það að hér stressa menn sig ekki á neinu og allt gengur frekar hægt fyrir sig. Einnig eru norðmenn vel íhaldssamir og ef þeir finna eitthvað sem virkar eða er gott þá halda þeir sig bara við það."


Gæti Daníel séð fyrir sér að búa í Noregi þegr ferlinum lýkur?

„Það mun seint gerast að ég búi hérna eftir ferilinn þó mér líki vel við Noreg."

Hvernig gekk að læra norskuna?

„Það gekk ágætlega að ná tungamálinu. Það að hafa alltaf haft Íslending hérna sem liðsfélaga hefur sett strik í reikninginn en eftir sex ár væri svolítið skrítið ef ég gæti ekki bjargað mér í norskunni. Ég skil allt þegar aðrir tala og get sjálfur alveg talað en viðurkenni að orðaforðinn gæti verið betri."

Hvernig hefur verið að vera leikmaður í Noregi á tímum Covid-19? Hvenær er stefnt á að byrja deildina?

„Þetta Covid tímabil hefur verið skrítið hérna í Noregi eins og á öllum öðrum stöðum. Við höfum verið tímabundið atvinnlausir, í 30% starfi, í 50% starfi og svo núna erum við byrjaðir að æfa 100% með því skilyrði að þegar við erum ekki á æfingu erum við í sóttkví. Stefnan er svo að tímabilið byrji 16.júní."

Hvaða áhrif hefur það haft á Daníel, bæði sem manneskju og knattspyrnumann, að verða faðir?

„Að verða faðir var ótrúleg tilfinning, eitthvað sem er ólíkt öllu öðru og maður vill gera allt fyrir soninn. Þegar ég lít til baka þá held ég að ég sé ómeðvitað byrjaður að axla meiri ábyrgð á vellinum eftir að hann fæddist."

Sjá einnig:
Myndir: Daníel Leó langaði í persónulegt húðflúr frá Álasund

Farið að langa í nýja áskorun
Daníel skrifaði undir þriggja ára samning árið 2017. Stefnir hann á að vera lengur í Álasund?

„Samningurinn minn við Álasund er að klárast núna í desember og stefnan var sett á að fara eitthvað annað í sumar en það er aðeins hægara sagt en gert í þessu ástandi. Eftir sex ár í Álasund er mér farið að langa í nýja áskorun," sagði Daníel að lokum.

Fyrri hluti:
Daníel Leó hefur upplifað margt á ferlinum - Stigið á milli Riise og ljósmyndarans
Athugasemdir
banner