Ejub var ánægður með enn einn sigurinn eftir jafnan baráttuleik á Ólafsvíkurvelli gegn Grindvíkingum.
"Þetta voru mjög jöfn lið og lítið bar á milli, við skoruðum snemma og hefðum getað nýtt annað gott færi, annars var þetta mjög jafnt."
"Þetta voru mjög jöfn lið og lítið bar á milli, við skoruðum snemma og hefðum getað nýtt annað gott færi, annars var þetta mjög jafnt."
Víkingu hafa nú unnið alla heimaleikina hingað til í deildinni, er ekki búið að gera Ólafsvíkurvöll að gryfju?
"Ég vona það!"
Þegar viðtalið fór fram höfðu Fjarðabyggð og Þór tapað sínum leikjum og spurt var hvort að deildin væri að verða þriggja keppinauta deild?
"Ég er alls ekki viss um það, það er alltof snemmt að segja um það. Ég vill meina að fimm til sex lið verði lengst af í baráttu. Svo verður það auðvitað lið með meiri breidd og gæði og þau sem fellur með verða kannski þau sem fara upp fyrir rest en Víkingur verður klárlega eitt af þeim fjórum fimm liðum sem ætla að berjast um að fara upp um deild!"
Nánar er rætt við Ejub í viðtalinu, m.a. nánar um gang leiksins, þann varnarstyrk sem liðið er að sýna og næstu viðfangsefni Víkinga.
Athugasemdir