Salah aftur til Roma - Bruno Fernandes á förum? - Sterling til West Ham - Goretzka í enskt stórlið?
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
banner
   sun 27. ágúst 2017 20:40
Ingvar Björn Guðlaugsson
Túfa: Ég er til í að mæta United eða Chelsea
Það var glaður Túfa sem mætti í viðtal eftir 5-0 sigur KA fyrr í kvöld
Það var glaður Túfa sem mætti í viðtal eftir 5-0 sigur KA fyrr í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
KA vann Víking Ólafsvík 5-0 á Akureyrarvelli fyrr í kvöld og á löngum köflum létu þeir gestina líta vægast sagt illa út. Þjálfari KA, Srdjan Tufegdzic eða Túfa eins og hann er alltaf kallaður var að vonum ánægður með sína menn.

Lestu um leikinn: KA 5 -  0 Víkingur Ó.

„Ég er mjög ánægður með að vinna þennan leik því fyrirfram bjóst ég við hörkuleik við gott lið og góðan þjálfara sem ég virði mikið. Þeir voru kannski óheppnir að hitta okkur á svona góðum degi,” voru fyrstu viðbrögð Túfa við sigrinum.

KA hefur nú unnið tvo deildarleiki í röð eftir þó nokkuð marga leiki á undan án sigurs. Töluverður munur var þó á spilamennsku liðsins í sigurleikjunum tveimur;

„Við breyttum ekki miklu. Við erum bara með ákveðnar áherslur sem við reynum að gera betur og betur. En ég verð að verja að í fyrsta skiptið sem við vinnum leik sem við erum kannski ekki betri aðilinn í þá erum við gagnrýndir fyrir sigurinn en fáum hrós fyrir flotta spilamennsku fyrr í sumar þegar við kannski vorum ekki að vinna leiki,” sagði hlæjandi Túfa sem augljóslega var glaður eftir dagsverkið.

Þetta, Evrópudraumurinn og fleira má sjá í viðtalinu hérna að ofan

Athugasemdir
banner
banner