Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   sun 27. ágúst 2017 20:40
Ingvar Björn Guðlaugsson
Túfa: Ég er til í að mæta United eða Chelsea
Það var glaður Túfa sem mætti í viðtal eftir 5-0 sigur KA fyrr í kvöld
Það var glaður Túfa sem mætti í viðtal eftir 5-0 sigur KA fyrr í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
KA vann Víking Ólafsvík 5-0 á Akureyrarvelli fyrr í kvöld og á löngum köflum létu þeir gestina líta vægast sagt illa út. Þjálfari KA, Srdjan Tufegdzic eða Túfa eins og hann er alltaf kallaður var að vonum ánægður með sína menn.

Lestu um leikinn: KA 5 -  0 Víkingur Ó.

„Ég er mjög ánægður með að vinna þennan leik því fyrirfram bjóst ég við hörkuleik við gott lið og góðan þjálfara sem ég virði mikið. Þeir voru kannski óheppnir að hitta okkur á svona góðum degi,” voru fyrstu viðbrögð Túfa við sigrinum.

KA hefur nú unnið tvo deildarleiki í röð eftir þó nokkuð marga leiki á undan án sigurs. Töluverður munur var þó á spilamennsku liðsins í sigurleikjunum tveimur;

„Við breyttum ekki miklu. Við erum bara með ákveðnar áherslur sem við reynum að gera betur og betur. En ég verð að verja að í fyrsta skiptið sem við vinnum leik sem við erum kannski ekki betri aðilinn í þá erum við gagnrýndir fyrir sigurinn en fáum hrós fyrir flotta spilamennsku fyrr í sumar þegar við kannski vorum ekki að vinna leiki,” sagði hlæjandi Túfa sem augljóslega var glaður eftir dagsverkið.

Þetta, Evrópudraumurinn og fleira má sjá í viðtalinu hérna að ofan

Athugasemdir
banner