KA vann Víking Ólafsvík 5-0 á Akureyrarvelli fyrr í kvöld og á löngum köflum létu þeir gestina líta vægast sagt illa út. Þjálfari KA, Srdjan Tufegdzic eða Túfa eins og hann er alltaf kallaður var að vonum ánægður með sína menn.
Lestu um leikinn: KA 5 - 0 Víkingur Ó.
„Ég er mjög ánægður með að vinna þennan leik því fyrirfram bjóst ég við hörkuleik við gott lið og góðan þjálfara sem ég virði mikið. Þeir voru kannski óheppnir að hitta okkur á svona góðum degi,” voru fyrstu viðbrögð Túfa við sigrinum.
KA hefur nú unnið tvo deildarleiki í röð eftir þó nokkuð marga leiki á undan án sigurs. Töluverður munur var þó á spilamennsku liðsins í sigurleikjunum tveimur;
„Við breyttum ekki miklu. Við erum bara með ákveðnar áherslur sem við reynum að gera betur og betur. En ég verð að verja að í fyrsta skiptið sem við vinnum leik sem við erum kannski ekki betri aðilinn í þá erum við gagnrýndir fyrir sigurinn en fáum hrós fyrir flotta spilamennsku fyrr í sumar þegar við kannski vorum ekki að vinna leiki,” sagði hlæjandi Túfa sem augljóslega var glaður eftir dagsverkið.
Þetta, Evrópudraumurinn og fleira má sjá í viðtalinu hérna að ofan
Athugasemdir