Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck „leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik"
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
   sun 27. október 2024 21:00
Kári Snorrason
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Breiðablik er Íslandsmeistari árið 2024 eftir að hafa unnið Víking 3-0, í hreinum úrslitaleik um titilinn í Víkinni í kvöld. Ísak Snær Þorvaldsson skoraði tvö og Aron Bjarnason eitt til að skila þriðja Íslandsmeistaratitlinum í Kópavog. Ísak Snær kom í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  3 Breiðablik

„Ég hef engin orð um það, þetta er ótrúlegt. Geggjaður sigur í dag, búnir að vera upp og niður allt mótið en kláruðum þetta vel. Ég vil meina að við áttum þetta skilið"

„Þegar að allt liðið hleypur svona mikið frá fyrstu mínútu. Gefur ekki eina sekúndu getur maður ekki annað en að klára þetta með mörkum fyrir liðsfélagana."

Ísaki finnst sætt að vinna titilinn á Víkingsvelli.

„Það var allt reynt til að fá eins fáa Blika hingað, mjög sætt að vinna þetta hérna."

Ísak var gagnrýndur í byrjun tímabils.

„Fólk má segja það sem það vill segja. Það vissu allir að ég var nýkominn úr aðgerð þegar ég kom. Það tók tíma. Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner